Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 83
ÞJÓÐAKÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
59
ANNAR HLUTI
HIN NÚVERANDI ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA fSLANDS
§1. Fullveldi og sambönd ríkja.
ísland er fullvalda ríki og hefir verið það síðan íslenzka lýðveldið var
stofnað árið 930. Það hefir frá réttarfarslegu sjónarmiði allan þann tíma,
ráðið innanlands- og utanríkismálum sínum án frumkvæða annara ríkja.
Með þjóðhöfðingja landsins, konunginum, hefir íslenzkt réttarfar náð til
erlendra ríkja. Fullveldi er hægt að takmarka á tímabili með sáttmálum
við eitt eða fleiri erlend ríki, án þess að glata því. ísland hefir gjört tvo
slíka sáttmála, sem þýðingu hafa hafa haft fyrir alþjóðlega réttarstöðu
landsins: Gamla Sáttmála frá 1263, sem gjörði ísland að erfðakonungdæmi,
sáttmálann við Danmörku frá 1918. Samþykki einveldisins árið 1662
var ríkisréttarlegt ákvæði.
Lagalega skoðað hefir ísland allan þann tíma, sem það hefir verið til
sem ríki, verið fullvalda, en þó ekki ávalt raunverulega. Það hefir á
vissum tímabilum, þegar aðeins er litið á þær aðstæður, sem fyrir hendi
voru — sem sé frá stjórnmálalegu sjónarmiði — ekki einu sinni verið
ósjálfstætt ríki. En ísland hefir aldrei á neinu tímabili látið Gamla Sátt-
Wála falla niður sem réttargrundvöll. Hvað eftir annað hafa fslendingar
Sripið til þessa gamla samnings og hafa með því gefið til kynna ákveðinn
ásetning sinn að lifa sjálfstæðu lífi. Með þrautseigju hafa þeir haldið
tram rétti sínum og með því verndað hann; og hafa nú unnið sigur. Hin
islenzka sjálfstæðis tilfinning hefir aldrei dáið. Hún hefir aðeins á þeim
tímum í sögu mannkynsins þegar aflið var réttinum yfirsterkara, ekki
getað látið til sín taka. En nú hefir danska og íslenzka þjóðin fært
heiminum sönnun fyrir hinum mennigarlega þroska sínum og gefið
óðrum þjóðum ágætt fyrirdæmi um það hvernig úr ágreiningi milli tveggja
tjóða er hægt að leysa, og verður að leysa, á grundvelli réttar en ekki
ofbeldis.i)
Þessar þjóðir sönnuðu heiminum það sem Herbert Kraus segir: að í
alþjóðlegum viðskiftum milli ríkjanna þroskast réttartilfinningin í þá átt,
Sem krafa Kants stefnir að, þjóðmálin verða að lúta réttinum, sem menn
^ljóta að virða sem helgidóm, og geta þessvegna komist á það stig, sem
verða þjóðinni til varanlegrar sæmdar. Aukin skilningur og almennari á
rettarhugsjóninni út um heiminn, einnig í “stjórnmálunum”, er stefna sú,
)Þessa skoðun lét eg opinberalega í ljósi í ræðu, sem eg hélt í ágúst 1919 í konungs-
lt|.Suiuy Þingvöllum, þar sem eg var gestur alþingis. Sama skoðun kom fram í riti
nu “Die gegenwaertigen Staatenverbindungen”, (Berlin 1921 bls. 30). Eg hefi
rætt um afstöðu Danmerkur og Islands gagnvart alþjóðarétii í grein minni
JUnige Gedanken zu den Tagesfragen”. (“Niedersaachische Hochschulzei-tung”, mál-
s gn stúdenta í Göttingen, Göttingen 1934).