Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 139
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
(Framhald frá bls. 16)
forseti efni fundarins og benti á til-
lögur þrjátíu manna nefndarinnar
er birtar höfðu verið í blöðunum.
Bauð hann fulltrúum að taka til
máls og láta skoðanir sínar í ljósi, en
áður en til fundarstarfa væri tekið
bað hann fulltrúa að rita nöfn sín í
bók er borin var um fundarsalinn.
Strax sem skrásetningu var lokið
hófust allfjörgugar umræður, er
margir tóku þátt í. Gekk svo fram
eftir kveldi, að ifulltrúar þrengdust
á ræðupall til að skýra frá niður-
stöðum funda þeirra er haldnir
höfðu verið hjá þeim, og leggja
fram álit sitt um hversu haga skyldi
félagsstofnuninni. Komu fram stór-
huga og mjög ósamróma skoðanir
um þetta, sem von var, því málið var
lítt hugsað og menn voru ekki búnir
að átta sig á möguleikunum til að
sniða alt sem fullkomnast og stærst.
Vildu sumir láta reisa volduga bygg-
ingu, er vera skyldi miðstöð alls ís-
lenzks félagslífs, — bókhlaða, lestr-
arstofa, skrifstofa, upplýsingarstofa
og fleira.
Þó sitt sýndist hverjum, voru allir
ræðumenn samt nokkurnveginn sam-
uiála um aðalefni fundarins að
stofna allsherjar Þjóðernisfélag
meðal íslendinga hér í álfu. Var sú
tillaga samþykt í einu hljóði. Var
Þá kosin tíu manna nefnd til að
semja uppkast að lögum fyrir fé-
iugið. Hlutu þessir kosningu: Séra
■^ögnv. Pétursson, séra K. K. Ólafs-
son, Thorl. Thorfinnsson, séra Jón
Jónsson Dr. Jón Árnason, Ásgeir I.
Slöndahl, Jóhannes Einarsson, Stef-
án Einarsson, S. D. B. Stephansson,
Philip Johnson(?).
Með því að orðið var áliðið kvelds,
er verki þessu var lokið, var fundi
frestað til kl. 2 síðd. daginn eftir.
Strax um morguninn tók laga-
nefndin til starfa. Var nú á eftir
henni rekið, því aðal verkefni fund-
anna, var að ganga frá gjörðum
hennar og samþykkja lög fyrir hið
nýstofnaða félag. Eftir nokkra um-
hugsun kom nefndin sér saman um
að nota sér til leiðbeiningar, “Lög
hins íslenzka Bókmentafélags” (Tí-
unda útgáfa, Khöfn. 1890), og
“Nefndarálit” þrjátíu manna nefnd-
arinnar, er að framan getur, og
hafa það úr hvorttveggj a, er hentast
þætti. Varð það til þess að lögin
voru flokkuð í fjóra “kafla” og var
fyrsti kaflinn um nafn og tilgang
félagsins. Upp á nafni vildi nefndin
ekki stinga, en leggja það undir
vilja þingsins. Var nú frumvarp
hennar að fyrsta kafla, tilbúið er
þing kom saman eftir hádegið. —
Skýrði formaður nefndarinnar frá
iþví, að nefndin hefði ekki viljað gefa
félaginu nafn heldur leggja það
undir vilja fulltrúanna, og mæltist
til, að beðið væri með það þangað
til öll lögin væri afgreidd. Um til-
gangsgreinina (2. gr.), eins og
henni sé nú framvísað, hafi nefndin
öll orðið sammála. Eftir all-langar
umræður var fyrsti kafli samþykt-
ur án breytinga. Var þá annar kafli
lesinn (um stöðvar og stjórn fé-
lagsins) og lagður fyrir þing. All-
snarpar umræður urðu um þriðju