Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 138
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kynblendinga, einkum franska. —
Samblöndun við þessa aðra þjóð-
flokka með giftingum hefir þó verið
næsta lítil fram að þessu. Sam-
búðin mun yfir höfuð hafa verið
góð og friðsamleg; en ekki verður
sagt, að áhrifin frá þessum ná-
grönnum hafi verið íslendingunum
til mikils gagns, því að andlegu at-
gjörfi eru nágrannarnir tæplega
hlutgengir á borð við landann; er
það ekki sagt þeim til lasts heldur
sem óhrekjandi staðreynd.
Fjöldi ungs fólks sem alist hefir
upp í bygðinni, hefir horfið burt úr
henni í atvinnuleit. Er margt af
því nú í Winnipeg og stundar alls
konar vinnu þar. Margt er einnig
í Chicago og í borgunum vestur á
Kyrrahafsströndinni. Hlutfallslega
margt fólk úr þessari bygð hefir
gengið á hærri skóla; margir hafa
orðið kennarar við alþýðuskóla og
að minsta kosti sex íslenzkir lækn-
ar eru uppaldir þar. Ýmsir menn,
sem síðar urðu nafnkunnir stund-
uðu kenslu í þessari bygð á sumrin á
námsárum sínum, og má af þeim
nefna þá bræður Þorvald og Þor-
berg Þorvaldssyni úr Nýja-íslandi.
Þrír íslenzkir þingmenn, sem átt
hafa heima í þessari bygð hafa setið
á fylkisþingi Manitoba, einn þeirra,
Skúli Sigfússon, lengur en flestir
aðrir þingmenn í Manitoba.
Það væri freistandi, að segja
nokkuð um atvinnuvegi og menning-
armál bygðarinnar, en það mundi
taka alt of langan tíma að gera því
nokkur veruleg skil. Aðal atvinnu-
vegurinn hefir frá byrjun verið
kvikfjárræktin, einkum nautgripa-
rækt, enda er landið langbezt til
þess fallið. Einnig hefir fiskiveiði í
Manitoba-vatni á vetrum verið
stunduð af miklu kappi af mörgum
bygðarbúum. Má segja, að í þeirri
atvinnugrein hafi íslendingar skarað
fram úr öllum öðrum, sem hana
hafa stundað. Á fyrri árum fóru
menn oft að heiman tíma og tíma,
einkum vor og haust, helzt til Win-
nipeg eða í hveitiræktarhéruðin
sunnar í fylkinu og “unnu út” sem
kallað er. En eftir því sem búin
stækkuðu og efnahagurinn skánaði
lögðust þær ferðir niður; nú fara
engir burt í atvinnuleit nema ein-
hleypir menn.
Þess má geta að í bygðinni er eitt
hið elzta lestrarfélag, sem til er
meðal íslendinga í Vesturheimi; það
er næstum fimtíu ára gamalt, var
stofnað skömmu eftir að fyrstu
landnemarnir settust þar að. Þetta
félag á nú um þúsund bindi og hlut-
fallslega margt af þeim eru fræði-
bækur af ýmsu tæi. Einn af stjórn-
endum þess um fjölda mörg ár, og
sá, sem sá um innkaup á bókum, var
Björn bóndi Þorsteinsson að Otto.
Ber bókasafnið þess vott að greind-
ur maður og fróðleiksgjarn hefir
valið bækur í það. Tvö önnur lestr-
arfélög eru starfandi, en þau eru
bæði yngri. Ef til vill er það nokk-
uð réttur mælikvarði um menningu
hverrar bygðar, hvaða bækur eru
keyptar og lesnar.
“Til lítils fórum vér um góð hér-
uð, ef vér skulum byggja útnes
þetta,” sagði húskarlinn forðum. En
þar á nesinu reis síðar upp höfuð-
borg landsins. Hér skal engu spáð,
aðeins mint á það, að landgæðin ein-
tóm eru ekki einhlýt í þróun bygða
og landa.