Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 138

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 138
114 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kynblendinga, einkum franska. — Samblöndun við þessa aðra þjóð- flokka með giftingum hefir þó verið næsta lítil fram að þessu. Sam- búðin mun yfir höfuð hafa verið góð og friðsamleg; en ekki verður sagt, að áhrifin frá þessum ná- grönnum hafi verið íslendingunum til mikils gagns, því að andlegu at- gjörfi eru nágrannarnir tæplega hlutgengir á borð við landann; er það ekki sagt þeim til lasts heldur sem óhrekjandi staðreynd. Fjöldi ungs fólks sem alist hefir upp í bygðinni, hefir horfið burt úr henni í atvinnuleit. Er margt af því nú í Winnipeg og stundar alls konar vinnu þar. Margt er einnig í Chicago og í borgunum vestur á Kyrrahafsströndinni. Hlutfallslega margt fólk úr þessari bygð hefir gengið á hærri skóla; margir hafa orðið kennarar við alþýðuskóla og að minsta kosti sex íslenzkir lækn- ar eru uppaldir þar. Ýmsir menn, sem síðar urðu nafnkunnir stund- uðu kenslu í þessari bygð á sumrin á námsárum sínum, og má af þeim nefna þá bræður Þorvald og Þor- berg Þorvaldssyni úr Nýja-íslandi. Þrír íslenzkir þingmenn, sem átt hafa heima í þessari bygð hafa setið á fylkisþingi Manitoba, einn þeirra, Skúli Sigfússon, lengur en flestir aðrir þingmenn í Manitoba. Það væri freistandi, að segja nokkuð um atvinnuvegi og menning- armál bygðarinnar, en það mundi taka alt of langan tíma að gera því nokkur veruleg skil. Aðal atvinnu- vegurinn hefir frá byrjun verið kvikfjárræktin, einkum nautgripa- rækt, enda er landið langbezt til þess fallið. Einnig hefir fiskiveiði í Manitoba-vatni á vetrum verið stunduð af miklu kappi af mörgum bygðarbúum. Má segja, að í þeirri atvinnugrein hafi íslendingar skarað fram úr öllum öðrum, sem hana hafa stundað. Á fyrri árum fóru menn oft að heiman tíma og tíma, einkum vor og haust, helzt til Win- nipeg eða í hveitiræktarhéruðin sunnar í fylkinu og “unnu út” sem kallað er. En eftir því sem búin stækkuðu og efnahagurinn skánaði lögðust þær ferðir niður; nú fara engir burt í atvinnuleit nema ein- hleypir menn. Þess má geta að í bygðinni er eitt hið elzta lestrarfélag, sem til er meðal íslendinga í Vesturheimi; það er næstum fimtíu ára gamalt, var stofnað skömmu eftir að fyrstu landnemarnir settust þar að. Þetta félag á nú um þúsund bindi og hlut- fallslega margt af þeim eru fræði- bækur af ýmsu tæi. Einn af stjórn- endum þess um fjölda mörg ár, og sá, sem sá um innkaup á bókum, var Björn bóndi Þorsteinsson að Otto. Ber bókasafnið þess vott að greind- ur maður og fróðleiksgjarn hefir valið bækur í það. Tvö önnur lestr- arfélög eru starfandi, en þau eru bæði yngri. Ef til vill er það nokk- uð réttur mælikvarði um menningu hverrar bygðar, hvaða bækur eru keyptar og lesnar. “Til lítils fórum vér um góð hér- uð, ef vér skulum byggja útnes þetta,” sagði húskarlinn forðum. En þar á nesinu reis síðar upp höfuð- borg landsins. Hér skal engu spáð, aðeins mint á það, að landgæðin ein- tóm eru ekki einhlýt í þróun bygða og landa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.