Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 79
Eftir Dr. Jur. Iíagnar Lundborg.
(Framhald frá siðasta ári)
Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar.
Þar lifir einnig minning þeirra, sem með mestri trúmensku hafa vakað
yfir málum vorum. Hér skulu engin nöfn nefnd, nema þó aðeins eitt, sem
sagan hefir lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum, nafn Jóns
Sigurðssonar. Hann var foringinn meðan hann lifði. Og minning hans
hefir síðan hann dó verið leiðarstjarna þessarar þjóðar.
í dag eru tímamót, í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkenda ís-
lenzka ríkis. Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir,
frá þeim æðsta, konunginum, til þess sem minstan á máttinn. Það eru
ekki aðeins stjórnmálamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem
skapa hina nýju sögu, nei, það eru allir, allir sem vinna lífsstarf sitt
með alúð og samvizkusemi auka veg hins íslenzka ríkis, og sú er skylda vor
allra.
Hans hátign konungurinn hefir með því að undirskrifa sambands-
lögin, framkvæmt þá hugsun, sem vakti fyrir föður hans, Friðriki konungi
8., sem öðrum fremur hafði djúpan skilning á málum vorum. Og í gær
hefir konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána íslands, sem blakta á frá
því í dag yfir hinu íslenzka ríki. Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóðar andar
til konungs vors. Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra
hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert þrekvirki, sem vér vinnum
eykur veg fánans, hvort sem það er unnið á höfunum í baráttu við úfnar
óldur, á svæði framkvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því
&öfugri sem þjóð vor er, þess göfugri er fáni vor. Vegur hans og frami er
frægð íslenzka ríkinu og konungi vorum. Vér biðjum alföður að styrkja
0SS «1 að lyfta fánanum til frægðar og frama. Gifta lands vors og kon-
ungs vors fylgi fána vorum. Svo drögum vér hann að hún.”
Danskt herskip, er þá var komið inn á höfnina heilsaði með 21 skoti,
°S skipstjórinn hélt svohljóðandi ræðu:1)
1) Skoðun hinna dönsku stjórnarvalda kemur fram í ummælum þáverandi utanríkis-
J'áðherra, síðar sendiherra i Stokkhólmi, Erik Scavenius: “Með dansk-íslenzku sam-
bandslögunum frá 30. nóv. 1918 komst Island í tölu fullkomlega sjálfstæðra ríkja.
yrslit þessi áttu sér langa þroskasögu; her sérstaklega að athuga, það sem gjörðist
1904, þegar íslenzkur ráðherra, er búsettur var í Reykjavík, tók við stjórn landsins.
~ Þvi innifólst raunverulegt sjálfstæði íslands, sem stóðst eldraun heimsstyrjaldar-
lnnar, Það var því eðlilegt, — hvort sem viðurkenning Danmerkur á fullveldi Islands
er skoðuð frá því sjónarmiði eða út frá kröfunni um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna
~~ að Danmörk yrði við kröfum Islendinga með samningnum 1918. Og gott er til
Pess að vita, að þetta er nú alment viðurkent í Danmörku, og kemur sú viðurkenning
irani í þvi, að allir danskir stjómmálaflokkar höfðu fulltrúa í dansk-íslenzku nefnd-
hini’’. (Festskrift till firande av tusenminnet av islandska statens grundande; gefið
1 af Sænsk-íslenzka félaginu, Stockholm-Lund 1930, bls. 21).