Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Blaðsíða 110
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA alt tilbúið — móðnað hveiti, menn og vélar. Leið Hafliða lá dálítinn spöl með- fram þjóðveginum. Gljáandi bif- reiðar þutu fram og aftur, fullar af fólki, sem var að ferðast og leika sér, leita sér að skemtun og til- breytingu á þessum bjarta, fagra sunnudegi, sem nú var liðinn fram yfir miðaftan. Hafliði var niður- sokkinn í hugsanir sínar og gaf um- ferðinni engan gaum, frekar en þeir honum, er fram hjá fóru, þar sem hann gekk einn sér hávaxinn, aldraður, þreytulegur og útitekinn á slitnum og upplituðum fatatötrum. Engan þeirra grunaði, er framhjá þeystu að þeim gaf að líta sjón, sem sjaldan mætir mannlegum augum — hamingjusaman mann, sem í dag var óskabarn guðanna, konungum auð- ugri. Allar óskir hans voru að ræt- ast vonum framar, iðja hans og út- hald voru að bera ávöxt hundrað- faldann. Þórhildur húsfreyja sat í skugg- anum norðan undir íbúðarhúsinu, og hamaðist við að afhýða baunir. Hún gaf bónda sínum auga við og við, og skildi vel hvernig honum mundi vera innanbrjósts. Henni var kunn- ugt um að þarna gekk hugprúður maður og göfugur, sem nú hafði aftur tekið gleði sína og öryggi. Hún var líka þakklát fyrir það að sjá lífsbjörg þeirra spretta upp úr ökr- unum, en hún var engu síður fegin að vita Hafliða aftur rólegan og vongóðan yfir afkomunni. Þórhildur hafði aldrei skilið til fulls þessa tilbeiðslu eða dýrkun, sem Hafliði hafði á landinu. Það var honum ekki eingöngu lifibrauð. Hún hafði oft séð hann grípa hnefa- fylli af mold og velta í lófa sér eins og hann héldi þar á einhverju dýr- mæti, svo hafði hann látið moldina renna hægt út um greipar sér, lík- ast því að hvert korn væri lifandi og honum ástfólgið. Hún hafði oft haft gaman af að gefa gætur þolin- mæði hans og nákvæmni á vorin þegar hann var að hlynna að og hjúkra nýgræðingunum og vaka yfir þeim eins og verndarandi. Baunirnar hrundu úr hýðinu fag- urgrænar eins og slípaðir smar- agðar. Þórhildur var orðin þreytt á að höndla garðávexti, hreinsa þá og sjóða niður á þessu sumri. En skortur síðast liðinna ára var harður skóli, nú þoldi hún ekki að hugsa til þess að nokkuð af grænmetinu færi til spillis og þó mundi hún tæplega eftir, að hafa áður átt önnur eins kynstur af samskonar matarforða. Og enn átti hún eftir mikla vinnu til að lúka öllu því, sem eigi var hægt að geyma með öðrum hætti yfir veturinn. Þórhildur velti í lófa sér og skoð- aði í krók og kring stóra og þroska- lega baun, hnöttótta og safamikla, er hvergi sást misfella á. Hún brosti með sjálfri sér. Hafliði hafði á réttu að standa. Moldin var undursamleg og leyndardómsfull. Jörðin bar á örmum sínum alt líf, og það var ekki heiglum hent, að stæla eftir og ná öllum þeim litum og formfegurð, sem hægt var að finna í einum litl- um matjurtagarði. Sumt af því litskrúði og formfegurð hafði hún flutt inn í búrið sitt, þar sem skáp- arnir voru fullir af gulum, rauðum og grænum ávaxtaflöskum, sem glóðu eins og gimsteinar og geymdu lífefni sumarsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.