Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 110
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
alt tilbúið — móðnað hveiti, menn
og vélar.
Leið Hafliða lá dálítinn spöl með-
fram þjóðveginum. Gljáandi bif-
reiðar þutu fram og aftur, fullar af
fólki, sem var að ferðast og leika
sér, leita sér að skemtun og til-
breytingu á þessum bjarta, fagra
sunnudegi, sem nú var liðinn fram
yfir miðaftan. Hafliði var niður-
sokkinn í hugsanir sínar og gaf um-
ferðinni engan gaum, frekar en þeir
honum, er fram hjá fóru, þar
sem hann gekk einn sér hávaxinn,
aldraður, þreytulegur og útitekinn
á slitnum og upplituðum fatatötrum.
Engan þeirra grunaði, er framhjá
þeystu að þeim gaf að líta sjón, sem
sjaldan mætir mannlegum augum —
hamingjusaman mann, sem í dag var
óskabarn guðanna, konungum auð-
ugri. Allar óskir hans voru að ræt-
ast vonum framar, iðja hans og út-
hald voru að bera ávöxt hundrað-
faldann.
Þórhildur húsfreyja sat í skugg-
anum norðan undir íbúðarhúsinu, og
hamaðist við að afhýða baunir. Hún
gaf bónda sínum auga við og við, og
skildi vel hvernig honum mundi
vera innanbrjósts. Henni var kunn-
ugt um að þarna gekk hugprúður
maður og göfugur, sem nú hafði
aftur tekið gleði sína og öryggi. Hún
var líka þakklát fyrir það að sjá
lífsbjörg þeirra spretta upp úr ökr-
unum, en hún var engu síður fegin
að vita Hafliða aftur rólegan og
vongóðan yfir afkomunni.
Þórhildur hafði aldrei skilið til
fulls þessa tilbeiðslu eða dýrkun,
sem Hafliði hafði á landinu. Það
var honum ekki eingöngu lifibrauð.
Hún hafði oft séð hann grípa hnefa-
fylli af mold og velta í lófa sér eins
og hann héldi þar á einhverju dýr-
mæti, svo hafði hann látið moldina
renna hægt út um greipar sér, lík-
ast því að hvert korn væri lifandi og
honum ástfólgið. Hún hafði oft
haft gaman af að gefa gætur þolin-
mæði hans og nákvæmni á vorin
þegar hann var að hlynna að og
hjúkra nýgræðingunum og vaka yfir
þeim eins og verndarandi.
Baunirnar hrundu úr hýðinu fag-
urgrænar eins og slípaðir smar-
agðar. Þórhildur var orðin þreytt
á að höndla garðávexti, hreinsa þá
og sjóða niður á þessu sumri. En
skortur síðast liðinna ára var harður
skóli, nú þoldi hún ekki að hugsa til
þess að nokkuð af grænmetinu færi
til spillis og þó mundi hún tæplega
eftir, að hafa áður átt önnur eins
kynstur af samskonar matarforða.
Og enn átti hún eftir mikla vinnu
til að lúka öllu því, sem eigi var
hægt að geyma með öðrum hætti yfir
veturinn.
Þórhildur velti í lófa sér og skoð-
aði í krók og kring stóra og þroska-
lega baun, hnöttótta og safamikla, er
hvergi sást misfella á. Hún brosti
með sjálfri sér. Hafliði hafði á réttu
að standa. Moldin var undursamleg
og leyndardómsfull. Jörðin bar á
örmum sínum alt líf, og það var
ekki heiglum hent, að stæla eftir og
ná öllum þeim litum og formfegurð,
sem hægt var að finna í einum litl-
um matjurtagarði. Sumt af því
litskrúði og formfegurð hafði hún
flutt inn í búrið sitt, þar sem skáp-
arnir voru fullir af gulum, rauðum
og grænum ávaxtaflöskum, sem
glóðu eins og gimsteinar og geymdu
lífefni sumarsins.