Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 29
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI
7
komið var niður í bæinn hinn sögu-
ríka laugardagsmorgun þ. 17. júní.
En veðravöldin höfðu daufheyrst við
bænum manna um góðviðri og bjart-
viðri, því að himinn var þungbúinn
°g snemma dags byrjaði að rigna.
Hinsvegar hafði hátíðarnefndin fast-
úkveðið að stofnun lýðveldisins að
Þingvöllum og önnur hátíðahöld færi
fram, hvernig sem viðraði, og var
eigi hvikað frá því marki. Skyldi nú
fram fara fyrsti þáttur hátíðahald-
anna við líkneski Jóns Sigurðssonar
3 Austurvelli, og var þar margt
manna saman komið, þó mjög margir
væru að sjálfsögðu farnir til Þing-
valla, einkum var mikill fólkstraum-
Ur þangað austur á föstudaginn.
Hófust hátíðahöldin kl. 9 með því,
að ríkisstjóri, ríkisstjórn, Alþingis-
menn, fulltrúar erlendra ríkja, full-
trúi Vestur-fslendinga og aðrir gest-
lr Alþingis gengu í fylkingu úr Al-
þlngishúsinu að styttu Jóns Sigurðs-
sonar. Forseti sameinaðs Alþingis
Hutti síðan skörulega ræðu um ómet-
anlegt ævistarf og stjórnfrelsisbar-
áttu Jóns Sigurðssonar og lagði að
því búnu veglegan og fagran blóm-
sveig við fótstallinn á styttu hans.
Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóð-
söng íslands, og lauk með því þess-
ari hátíðlegu athöfn. “Síðan breiddi
hinn fagri sveigur út blómskrúð sitt
Vlð fótstallinn langa, ljósa daga og
nastur Jónsmessuskeiðsins, féll eins
°g fagur gimsteinn inn í nýútsprung-
blómaflos vallarins, sem aldrei
hefir verið eins gróðursæll og vel
hirtur og á þessu sólbjarta sumri:
f'áknrasn mynd þess vaxtar, sem Jón
^igurðsson sáði til með lífi sínu og
starfi í þágu lands og þjóðar”, eins
°§> Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eim-
reiðarinnar, komst prýðilega að orði
í frásögn sinni um lýðveldishátíða-
höldin.
Að lokinni athöfninni við styttu
Jóns Sigurðssonar, lögðu ríkisstjóri,
ríkisstjórn, alþingismenn og gestir
lýðveldishátíðarnefndar af stað á-
leiðis til Þingvalla í bílum sínum, en
lögregluþjónar á bifhjólum fóru fyr-
ir hinni löngu bílalest, sem virtist
endalaus, enda fór fólk svo þúsundum
skifti í alskonar bifreiðum frá Reykj-
vík til Þingvalla fyrir hádegið þá um
daginn. Er það verðugt frásagnar í
því sambandi, að engin teljandi slys
urðu við hinn mikla mannflutning
til og frá Þingvöllum hátíðardagana,
þrátt fyrir það, að vegir höfðu stór-
um spilst vegna rigningarinnar. Bar
það gott vitni umferðastjórn lögregl-
unnar og akstri bílstjóranna.
Gestir allir héldu til gistihússins
Valhöll á Þingvöllum, og var þar sest
að hádegisverði. En laust eftir kl.
1 gengu ráðherrar, alþingismenn,
sendiherrar og aðrir gestir til Lög-
bergs, með ríkisstjóra og biskup í
fararbroddi; en er þangað kom hafði
geysimikill mannfjöldi safnast þar
saman, svo að Almannagjá mátti full-
skipuð heita, en aðrir höfðu tekið sér
stöðu uppi á gjárbrúnunum; auk þess
var mannfjöldi mikill í brekkunni
niður undan Lögbergi og alla leið
niður að Öxará. Er talið, að 25—30
þúsundir manns hafi sótt hátíðina,
svipaður fjöldi eða fyllilega það, er
sótti Alþingishátíðina 1930.
Hafði fánum skreyttur þingpallur
verið reistur í brekkunni framan við
Lögberg, fyrir ríkisstjóra, ráðherra,
biskup, alþingismenn, erlenda sendi-
herra og aðra fulltrúa, konur þeirra
allra og aðra gesti hátíðarnefndar.