Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 126
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
það, hvað oft hann kemur, því eg veit
að fólk er farið að brosa að því, hvað
foreldrar mínir dekra mikið við
hann.”
“Faðir þinn hefir ekkert meira við
prestinn, heldur en stöðu hans er
samboðið, en móðir þín hugsar áreið-
anlega meira um embættið, heldur en
manngildið. Mér þykir hún ekki
ætla að verða mannvönd fyrir þig, að
eg ekki tali um ættarmetnaðinn.
Lítilmenska getur orðið að ættar-
draúg.”
“Hvaða hugarburður er í þér amma
mín,” sagði unga stúlkan fljótlega.
“Presturinn kemur ekki hingað mín
vegna, hann kemur af því — hann
kemur vegna þess, að svo vel er tekið
á móti honum og eg — eg veit ekki
til hvers hann kemur.”
“Þú hefir góða hugmynd um, til
hvers hann kemur, það dylst engum.
að hann er að leggja hér net til að
veiða þig í. Móðir þín flæktist í það
strax, en faðir þinn fpr sér hægra.
Úr því þú ert ekki hrifin af prestin-
um, þá láttu ekki þvæla þig með
slægð inn í hjónaband, sem þér er á
móti skapi. Þessi maður er ekki við
þitt hæfi, og það er kominn tími til,
að leggja niður mannsal af þessari
tegund.”
Hún horfði nú með hrifnum huga
á ömmu sína, því frá orðum hennar
streymdu styrkar öldur öryggis og
gleði, sem læstu sig um hverja taug
og hlýjuðu henni um hjartað. Henni
fanst að stofan verða bjartari og
hlýrri og amma sín verða snöggvast
að ljómandi veru, sem ljósið og hit-
ann lagði frá. Og nú skýrðist hugar-
ástand hennar alt í einu. Hún óttað-
ist prestinn! Hann lá eins og mar-
tröð á huga hennar. Hún hafði verið
ráðalaus gagnvart þessari hræðslu
tilfinningu, sem var einna líkust
óttanum, sem hafði ofsótt hana, þegar
hún var lítið barn, ein á ferð í myrkri
eða blindþoku. Orð ömmu hennar
höfðu kastað ljósi og þrótt inn í
huga hennar. Vitaskuld var hún
frjáls manneskja, frjáls til að velja
og hafna eftir eigin vild. Þessir
ósýnilegu lamandi fjötrar, sem hún
hafði fundið herða að sér nú undan-
farið, eins og féllu utan af henni.
Hún fann, að hún leiftraði af gleði
og feginshug, um leið og hún hálí
hrópaði: “Undarlegt sambland ert þu
af úreltum skoðunum og frelsishug-
sjónum nútímans. Vertu óhrædd
amma, eg læt ekki þvæla mig til að
giftast neinum, sem eg hefi ógeð á.’
Gamla konan athugaði hana, brosti
rólega og sagði: “Jæja barnið mitt, þa
er nú erindi mínu hingað fram lokið-
eg get nú heilsað nýja árinu án þess,
að bera bagga hildar yfir framtíð
þinni svona fyrst um sinn.”
f því bili var barið rösklega að dyf'
um, og hún þaut fram, til að opna
bæjardyra hurðina. Úti fyrir dyrun-
um grilti í mann og ókyrran hest,
sem ætlaði að ganga inn óboðinn.
hefði ekki maðurinn haldið í beislið
og strokið um hausinn á honum, til
að stilla hann.
Maðurinn heilsaði henni og bað um
gistingu, en í þeim svifum kom faðir
hennar að og tók á móti gestinum, e11
einn vinnumannanna sá um hestinn-
Þegar þessi ókunni maður hafði tekið
af sér snjóklæðin, kom faðir hennar
með hann inn í stofuna, og aldrel
hafði hún séð mannvænlegri mann
koma þar inn um dyrnar. Auk þess-
sem hann var fríður maður, var eitt