Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 72
50
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Öllum öðrum þjóðum ber þess vegna
að fórna sér og öllu sínu til vaxtar og
viðgangs okkar þjóð. Fyrir minn at-
beina hefir hún orðið voldugasta þjóð
í heimi.
Fyrsti hirðmaður: Þó er ríki þitt
voldugra en þjóðin.
Annar hirðmaður: Já það er sitt-
hvað þjóð og ríki.
Goðmundur: Eg er ríkið, þið eruð
þjóðin. Þjóðin er bara menn.
Fyrsti hirðmaður: Hvernig fór
ríkið að verða svona voldugt?
Annar hirðmaður: Mennirnir skapa
sína guði.
Goðmundur (byrstur): Ha!
Annar hirðmaður: Alla aðra en
þig; þú hefir skapað sjálfan þig.
Goðmundur (sefaður): Þú hefir
rétt að mæla.
Einn af vinunum: Sumir verða
miklir af meðhaldi fólksins og engu
öðru; aðrir miklir af mótþróa þess,
þeir eru afarmenni, hinir fyrrtöldu
ekki. Fólk, sem er komið í öngþveiti,
orðið höfuðlaus her, fer að líta sér
eftir leiðtoga. Það velur af handa
hófi mann sem virðist ekkert hafa
sér til ágætis og hefir aldrei ætlað
sér að verða neitt. Fólkið hleður
undir hann, leiðir sinn leiðtoga í von
um að hann verði fær um að leiða
það. Hann gengst upp við þetta og
fer að telja sér trú um að hann sé
meiri en hann er sjálfur. Hann vex
því meir sem til meira er ætlast af
honum, gerist hlaðinn af tiltrú fólks-
ins, verður alt af meiri -og meiri, uns
hann, sem var ekkert, er vaxinn því
yfir höfuð.
Goðmundur (skipandi); Setjið
þennan vin minn í gæsluvarðhald,
geymið hann þar meðan eg er að átta
mig á þessu sem hann sagði. (Varð-
mennirnir leiða hann burt). Ef eg
hefði ekki aðhafst neitt, væri eg
ekki neitt. Með afrekstverkum mín-
um hef eg skapað sjálfan mig, orðið
voldugastur meðal herkonunga. Eg
lít svo á að alt, sem miðar til vaxtar
og viðgangs ríkisins — mín sjálfs
sé réttlæti, jafnvel þó það komi í
bága við réttlætistilfinninguna. Eg
hefi stokkið á margar varnarlausar
þjóðir undir því yfirskini að eg væri
að vernda þær gegn öðrum herkong-
um. Mér hefir auðnast að láta greip-
ar sópa um fjárhirslur ýmsra þjóða
gegn því loforði mínu að vernda þæf’
hvenær sem á þær yrði ráðist. Þjóðir,
sem ekki vildu þiggja vernd mína,
hef eg brytjað niður. Þegar eg komst
ekki til að eyða þeim sjálfur, flýtti eg
stundum fyrir mér með því að selja
þeim vopn í hendur, etja þeim saman
og láta þær eyða hvora annari. Jafn-
óðum og herfangið varð laust, hirti
eg það og hafði heim með mér.
Fyrsti varðmaður (áhyggjufullur) •
Þá er ekki að furða þó fækkað haft
um vopnin hér heima fyrir.
Útvörðurinn (eins og röddin hljómi
úr fjarlægð): Getur ekki einhver
háski stafað af þessum ókunnu skip'
um sem liggja hér fyrir landi?
Goðmundur: Mér veitti einna örð-
ugast að koma vopnum út í eyjar'
skeggja nokkra, sem eg vildi að
vernduðu auðlindir eyjar sinnar, svo
eg síðar gæti ausið úr þeim sjálfur-
Fólk á ey þessari var á afar lágu sið
ferðis- og menningarstigi, hafð1
aldrei borið vopn, aldrei drepi^
mann, aldrei séð mannsblóð. Það af
sagði með öllu að beita vopnum; rne
tókst samt að gera menn úr því.