Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 55
OKKAR Á MILLI
33
hrinda miljónum manna, kvenna og
harna út í allskonar eymd og volæði.
h’egar alt kemur til alls, er ætlast til
sð við gerum við sárin og útrýmum
drepsóttum þeim, sem jafnan fylgja
styrjöldum. (Þegir auknablik — tek-
Ur hermannsmyndina). Þessi mynd
er af ungum vini mínum, sem gerðist
sjálfboði í fyrra stríðinu. (Lítur á
Urið). Reyndar eru allar þessar ljós-
t^yndir af honum. Og fyrst við höf-
um nægan tíma, langar mig til að
Segja þér frá viðtali okkar, áður en
hann gekk í herinn.
(Læknarnir setjast, en hverfa um
leið áhorfendunum úr sýn. Takist
þau fyrirbrigði ekki með hljómlist og
^yrkri á leiksviðinu, skal nota tjald-
íð).
ÖNNUR SÝNING
Leiksviðið sama, en autt. Öllu hag-
ar eins til í stofunni, nema hermanns-
^yndin sést ekki.
Jonni (berhöfðaður, kemur inn frá
Vlnstri. Lítur um stofuna. Gengur
að borðinu, tekur tímaritið og blaðar
1 því).
Gamli læknirinn (kemur frá hægri.
^ann er klæddur hvítri lækna-kápu.
iVIeð skrifuð blöð í hendinni. —
^ndlit hans ljómar þegar hann sér
J°nna): Æ sæll og elskaður, Jonni
ftúnn.
Jonni: Blessaður og sæll, fóstri.
^Þeir takast fast í hendur).
Gamli læknirinn: Nú skulum við
tylla okkur niður, meðan þú leysir
Uuaf skjóðunni. Svo þú ert loksins
0tninn heim. Hvað tafði þig ann-
®rs? Við áttum von á þér fyrir
ióngu.
Jonni: Ó maður verður nú að jafna
Slg eftir að útskrifast úr háskólanum
með hæsta vitnisburði og styrk til
framhaldsnáms í Oxford.
Gamli læknirinn: Já þú hefir gert
vel, prýðisvel, en þó ekki fram yfir
það sem eg vonaðist eftir.
Jonni: Ójæja. En þetta eru nú alt
smámunir, eins og nú er komið. Sem
stendur gerir það fjári lítið til þó
maður sé lítt lærður, hafi maður
hraustan skrokk og skörp skilningar-
vit.
Gamli læknirinn: Þú átt við stríð-
ið?
Jonni: Hvað annað gæti eg átt
við? Um hvað annað getur maður
hugsað?
Gamli læknirinn: Það er ýmislegt
sem stendur þér nær en styrjöld í
annari heimsálfu.
Jonni: Ekkert, sem mér kemur í
hug rétt núna.
Gamli læknirinn: Þér hefir þó
ekki dottið í hug að ganga í herinn?
Jonni: Jú, meir en svo. Eg hefi
ákveðið það. Og leit inn til þín til að
fá vissu um að eg sé fær til her-
mensku.
Gamli læknirinn: Þú ættir að bíða
við og hugsa þig betur um.
Jonni: Eg er búinn að hugsa mig
um. Svo er heldur ekki eftir neinu
að bíða, nema ef vera skyldi ósigri.
Gamli læknirinn: Og vita foreldr-
ar þínir um þetta tiltæki þitt?
Jonni: Nei. Eg ætla ekki að segja
þeim frá því, fyr en eg veit hvort eg
er fær. Ef til vill ekki fyr en eg hefi
innritast í herinn.
Gamli læknirinn: Auðvitað ertu
fær, annars mundir þú varla skara
fram úr skólabræðrum þínum á leik-
vellinum. Þú ætlar þó ekki að inn-
ritast sem óbrotinn liðsmaður?