Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 149
ÞINGTIÐINDI
127
deildarinnar, frá þeim tíma að hann
kom til Monutain til þess að hann flutti
burt, var það einróma áilt allra, að
vandfenginn væri betri bókavörður en
Halldór.
Báran og annað bygðarfólk saknar
beggja þessara hjóna, en þykir á hinn
bóginn vænt um að þeim líður vel á
nýju heimilunum og óskar þeim allrar
blessunar i framtíðinni.
Stjórnarnefnd Bárunnar samþykti á
íundi 8. ágúst s. 1. að kaupa islenskai
kenslubækur á því verði, sem auglýst
hafði verið í íslensku vikublöðunum,
skýrir féhirðir deildarinnar eða fjár-
málaritari væntanlega nánar frá þvi,
en eg get aðeins bætt við að miklar lík-
ur eru á að islensku kensla verði hafin
nú bráðlega, sem auðvitað er dugnaði
sumra nefndarmanna að þakka — og þá
sérstaklega forseta okkar, sem sýnir
lofsverðan áhuga að deildin vinni sem
hiest i þjóðræknismálum okkar á meðal.
Að öðru leyti hefir flest annað gengið
s'na ákveðnu leið. Við lifum öll í þeirri
von, að bráðum komi betri timar, að
tatta mikla veraldarstrið verði senn á
enda, og að menn fái að búa að sínu
Gttir það.
H. T. Hjaltalín, forseti
A. M. Asgrimson, skrifari
Fjárhagsskýrsla
Þjóðræknisdeildarinnar “Báran”,
Mountain, N. D., fyrir 1943.
ÍNNTEKTIR:
1 sjóði ....................$ 91-77
Meðlimagjöld ................. 97.00
^ala íslenskra kenslubóka .... 24.90
lekið inn fyrir samkomu..... 65.13
■^ðrar inntektir ............ 6-ÍIÍ5
Samtals ...................$ 285.93
^TGJÖLD:
p°.r8að fjármálaritara G. Levy.. .$
r'sar, til unglinga, fyrir að
s®kja sérstaklega vel söng-
osfingar og íslenskukenslu ....
^inargjöf til Tryggva ólafson....
1 kauðakrossins ............
49.00
6.00
10.00
40.25
Kostnaður við fundarhöld og
samkomur..................... 38.24
Kostnaður við söngkenslu '...... 23.75
Fyrir íslenskar kenslubækur.... 46.59
Fyrir aðrar bækur .............. 18.00
Annar kostnaður ......-....... 1.50
I sjóði ........................ 52.60
Samtals ....................$ 285.93
C. Indriðason, féhirðir
Tillaga frá Þorsteini Gíslasyni og Dr. S.
E. Björnssyni að skýrslan sé meðtekin.
Forseti benti á, að einn af atkvæða
starfsmönnum Bárunnar, Þorfinnur Þor-
láksson, lægi veikur og að vinarorð frá
þinginu mundi gleðja hann. Sveinn
Thorvaldson lagði til og Á. P. Jóhanns-
son studdi að ritari sé beðinn að senda
Þorfinni samúðarskeyti. Samþykt.
Skýrsla deildarinnar "Gimli"
Við höfum ekki frá miklu starfi að
segja þar sem við erum með yngstu
deildum félagsins. Deildin “Gimli” var
stofnð 22. nóv. s. 1., með 79 meðlimum.
Síðan hefir meðlimafjöldinn aukist um
20. Starf deildarinnar hefir siðan hún
var mynduð verið aðallega að koma af
stað kenslu í íslensku. Kenslan fer fram
í skóla bæjarins á laugardagsmorgna.
Kennarar eru Miss S. J. Tergesen, Mrs.
H. G. Helgason, I. N. Bjarnason, J.
Bjarnason, Mrs. O. Kardal, Miss M.
Halldórson, Miss K. Benson og Miss M.
Johnson.
Nemendur eru 105 og 20 af þeim ann-
ara þjóða en íslendingar.
Deildin hefir um $40.00 í sjóði.
Embættismenn deildarinnar eru: for-
seti, Dr. K. I. Johnson; vara-forseti, V.
Árnason; ritari, Mrs. Hilda Shaw; fé-
hirðir, Elia Olafson og frjámálaritari
Thordur Thordarson. I skólanefnd eru:
Mrs. I. Bjarnason, Mrs. J. Tergesen og
Mrs. Hilda Shaw.
Með bestu óskum frá “Gimli”.
Hilda Shaw, skrifari
B. E. Johnson og Á. P. Jóhannsson
lögðu til að skýrslunni sé veitt móttaka.
Samþykt.