Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 125
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
103
með sárt ennið og engin gestanna
niinna getur komið í kvöld,” svaraði
unga heimasætan hlæjandi.
“Það er ekki alveg útséð um það, að
engir komi hér. Veistu það ekki, að
nýársnóttin er nótt undra og — ævin-
týra, allir vættir, andar og álfar eru
þá á ferð, og huldufólkið flytur sig
búferlum og kemur við á bæjunum,
sem eru í leið þess. Á þeim heimilum,
sem taka vel á móti þessu ferðafólki,
gengur flest að óskum á komandi ári.
En þar sem huldufólkið mætir þeirri
lítilsvirðingu, að í engu er sýnt, að
von sé á gestum, gengur flest á tré-
fótunum árið út, og margskonar ólán
steðjar að. Huldufólkið er heilsteypt
°g skapheitt, vinum sínum trútt, en
óvinum sínum æði kaldrifjað. Þú
skilur kröfuna til gestrisninnar í
þessum sögum?”
“Já, en sérðu ekki hræðslu fólks-
‘ns, við töframátt og stórmensku álf-
anna og kaupskapinn í þessari gest-
risni. Mennirnir eru svo huglitlir í
þessum sögum, þeim hefði verið nær,
að læra eitthvað af þessum undra-
niætti álfanna, á meðan sambúðin var
svona náin fyr á dögum.”
“Ja, guð sé. oss næstur!” sagði
Samla konan alvarlega. “Hvernig
beldur þú að mennirnir hefðu notað
s^kt vald? Það hefði gjört þá band-
óða af græðgi og valdafíkn. Manns-
bugurinn er þannig, að hann sættir
Sl§ aldrei við neitt, sem hann hefir,
beldur þráir annað og meira. Eftir
þyí sem völdin aukast, verður valda-
frknin meiri. Fáum er gefið svo
^uikið vit, að þeir séu verulega góðir
^erin, sem óhætt sé að trúa fyrir
ótakmörkuðu valdi.”
Þú hefir litla trú á viti og göfug-
^nensku fjöldans, amma mín; en hvar
værum við stödd, ef menn væru
ánægðir með alt og gerðu sér alt að
góðu. Og voru ekki skáldin, sem
sögðu þessar dulbúnu huldufólks-
sögur á liðnum öldum, að brýna
þjóðina til dáða, segja henni að
glæsimenska, þreklyndi, manndáðir
og höfðingsháttur íslendinga hefði
verið numin í hamrana, að mestu
leyti. Nú eru skáldin okkar að kveða
þjóðina úr álögum margra alda. kveða
glæsimensku fornaldarinnar út úr
hömrunum. Nú þorir fólkið að hugsa,
ta-la og lifa eins og frjálsir menn.
Við unga fólkið ætlum að vinna að
endurreisn þjóðarinnar í framtíð-
• • *>
ínni.
Gamla konan bandaði hendinni til
hálf óþolinmóðlega um leið og hún
sagði: “Æ hættu nú, lambið mitt,
farðu ekki að snúa þjóðsögunum upp
í nútíma stjórnmálagrein, það gengur
næst því, að þú tækir ritninguna og
segðir mér að það, sem þar stendur
skrifað, þýði alt annað en orðin segja.
Þjóðsögurnar segja frá svo mörgu,
sem fólki nú á dögum gengur illa að
skilja, og þar kennir nú margra
grasa, og af þeim má margt læra, þar
á meðal, að þeir, sem taka efnið fram
yfir andann og selja sál sína fyrir
ytra glit, fá steina fyrir brauð.”
Gamla konan stóð á fætur og gekk
yfir að borðinu, staðnæmdist þar og
strauk nokkrum sinnum með hend-
inni yfir borðdúkinn, sem þó lá alveg
sléttur á borðinu og sagði svo hægt
og gætilega: “Er þér sama þó eg
spyrji þig um, hvernig þér geðjast
að þessum nýja presti okkar, sem nú
upp á síðkastið er farinn að venja
komur sínar hingað?”
“Presturinn okkar er sjálfsagt geð-
uður maður, en mér er ekkert um