Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 99
MAÐURINN FRÁ NYJA-SJÁLANDI
77
gjaldið var hátt. Fæðið var gott og
vel úti látið, og matreiðslusveinarnir
dyggir og duglegir. Við hefðum því
ekki haft undan neinu að kvarta, ef
ekki hefði verið fyrir framkomu
verkstjórans gagnvart okkur.
^°gg verkstjóri var stór maður
vexti og hið mesta karlmenni að
burðum. Hann var hátalaður og róm-
ur hans sérlega óviðfeldinn. Hann
var ákaflega aðfinningasamur og orð-
bragð hans mjög ruddalegt. Honum
fanst sumir mennirnir latir og sér-
blífnir við vinnuna, sumir þeirra
blaufar, og sumir blátt áfram svikulir
af ásettu ráði. Hann gekk frá einum
skógarhöggsmanninum til annars all-
au liðlangan daginn, og að öllum fann
bann eitthvað, og lét geysileg stór-
yrði dynja á þeim. Ef einhver dirfð-
lst að malda í móinn, þá varð hann
ennþá verri. Mennirnir þoldu þetta
^la, og margir þeirra hefðu farið
burtu úr vinnunni undir eins eftir
^yrstu vikuna, ef það hefði ekki ver-
ið vegna þess, að kaupgjaldið var svo
bátt, og fæðið svo gott, og skálinn
blýr og rúmgóður. Og svo var Hogg
bka vanalega þögull og stiltur, þegar
bann var kominn inn í skálann að
^oknu dagsverki.
Strax fyrsta daginn, sem við vorum
við skógarhöggið, fékk Hans West-
^0rá smjörþefinn af stóryrðum
°Sgs verkstjóra. Hogg gekk þang-
sem Hans var að fella afarstórt
tre> horfði á hann nokkur augnablik
°g sagði svo alt í einu, að hann kynni
ebki að beita öxinni, og að hann væri
a eifhöggur, og helti um leið yfir
bann
nrögnuðum hnjóðsyrðum, og
*tlaðl að þrífa öxina af Hansi. En
j ans hélt fast í öxina og hvesti jafn-
rarnt augun á Hogg. Sneri Hogg þá
frá og þagnaði, og reyndi hann aldrei
framar að taka öxina af Hansi. Sögðu
sumir skógarhöggsmannanna, að hin
bláu augu Hansar hefðu orðið býsna
dökk og hvöss í þetta sinn og skotið
Hogg skelk í bringu. Og þeir tóku
eftir því, að Hogg var aldrei eins há-
talaður og stórorður eftir það, þegar
hann átti tal við Hans.
Svo bar við einn sunnudag, þá er
við vorum búnir að vinna við skógar-
höggið í rúman mánuð, að Hogg brá
sér til smábæjar nokkurs, sem var um
fimm mílur frá skálanum okkar. Þá
fengum við gott tækifæri og næði til
að ræða um eitt og annað verkstjór-
anum viðvíkjandi. Kom okkur öllum
saman um það, að hið óheyrilega,
ruddalega orðbragð hans og stöðugu
aðfinningar væru með öllu óþolandi.
Lögðu nokkrir það til, að einhver
okkar talaði við hann í einrúmi og
leiddi honum það hógværlega fyrir
sjónir, að hann bakaði sér megna ó-
vináttu allra skógarhöggsmannanna,
ef hann héldi áfram að beita þessum
þjösnaskap og fáránlegu stóryrðum
við þá. Aðrir vildu, að tveir eða þrír
menn væru sendir til fundar við
Sullivan timbursala, til þess að láta
hann vita alla vöxtu, sem á voru máli
þessu, og fá hann til að víkja Hogg
úr verkstjórastöðunni og setja annan
stiltari og þýðari mann í hans stað.
Komu fram fjölmargar tillögur þetta
mál áhrærandi, og voru sumar þeirra
ærið fáránlegar. Að lokum tók ung-
ur maður, Burns að nafni, til máls og
sagði:
“Að mínu áliti eru allar ykkar upp-
ástungur mjög léttvægar. Þið megið
vita það, að það yrði aðeins til þess,
að gjöra vont verra, ef einhver okkar
ætlaði sér þú dul, að reyna til að