Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 30
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Forseti sameinaðs þings, Gísli Sveinsson, setur þingfundi að Lögbergi, og lýsir
yfir, að stjórnarskrá lýðveldisins sé gengin í gildi.
Var það mikilfengleg sjón að horfa
af þingpallinum yfir haf mannfjöld-
ans, Almannagjá fánum skreytta, með
hvíta tjaldborgina á völlunum í bak-
sýn. Gjallarhorn flutítu mannfjöld-
anum það, sem fram fór að Lögbergi,
en björgin umhverfis tóku undir. Var
sem maður heyrði þar enduróm frá
sál landsins sjálfs á þessari miklu
fagnaðar- og sigurstundu í sögu
þjóðarinnar.
Meðan gengið var á Lögberg lék
lúðrasveitin “Öxar við ána, árdags í
ljóma”, og var það táknrænt fyrir
þennan mikla dag, þrátt fyrir þung-
viðrið, því að um hann lék bjarmi
upprennandi þjóðlífsmorguns. Nálg-
aðist nú óðum hin stóra stund.
Kl. 1.30 setti forsætisráðherra dr.
Björn Þórðarson hátíðina með gagn'
orðu ávarpi. En þvínæst fór fra111
guðsþjónusta, er hófst með því. ai-*
sunginn var sálmurinn: “Þín mish
unn, ó guð”. Þá flutti biskup ís'
lands, dr. Sigurgeir Sigurðsson,
fagra og hjartnæma ræðu og bæn> en
síðan var sunginn sálmurinn: “Faðif
andanna”. Samband íslenskra karla
kóra, undir stjórn Páls ísólfssonar
tónskálds, annaðist sönginn, sem var
hinn prýðilegasti. Og öll var hn-
látlausa guðsþjónusta með þeim
helgi- og hátíðarblæ, er hæfði þeim
söguríka atburði, sem hér var að ger
ast.
Og nú var hið stóra augnabh
runnið upp. Kl. 1.55 reis Gísli Sveins
son, forseti sameinaðs Alþingis. ur
sæti sínu og mælti á þessa leið.