Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 75
GLÆSISVALLAHIRÐIN
53
fá full manngjöld. (Varðmennirnir
fara út). Látum okkur drekka erfi
hins myrta útvarðar ríkisins.
(Þjónarnir bera drykkinn í kring.
Allir drekka fast). Varðmennirnir
koma til baka.
Fyrsti varðmaður: Þeir afsegja að
greiða manngjöld.
Goðmundur: Lýsið þá yfir því að
jafnvel þótt við elskum friðinn og
viljum fórna öllu í þágu friðarins
finnum við okkur knúða til að grípa
til vopna til að rétta okkar hlut.
(Varðmennirnir fara).
Rauður En við höfum engin vopn.
Þú hefir selt vopnin í hendur þeirra
sem nú eru okkar óvinir.
Goðmundur: Við höfum nóga
ttienn.
Rauður: Ekki til að fella aðra,
heldur til að falla.
Goðmundur: Við höfum nóga
faenn til að fylla upp í skörðin jafn-
óðum og þeir falla. (Að utan heyrist
hlásið til atlögu). Verið rólegir, vin-
if og drekkið. Við megum treysta
hernum okkar; þar er margur hraust-
Ur sveinn. (Enn bera þjónarnir drykk
i kring og allir drekka. Að utan heyr-
lst háreisti sem berst á burt og dvín).
^firforingi kemur inn, blóðugur í
framan, illa til reika, rifinn í lær og
laka.
^firforinginn: Allur okkar her
hefir lagt á flótta. Ennþá hafa engir
fallið_ Þeir hlaupa dauðir.
Goðmundur (með miklum eld-
móði): Haha! Skál drengir! Ekki
®lnn einasti maður fallið. Þetta eru
. etjur í lagi. Þeir skulu allir sæmd-
lr heiðursmerkjum.
Rauður: En þeir eru að flýja.
Goðmundur (hrifinn) ; Þetta verð-
ur frægasti flótti í sögunni. Skál!
(Allir drekka). Hið besta sem þessi
flótti hefir í för með sér er það, að
leikurinn berst á burt frá höllinni, svo
við getum verið ugglausir og óhultir
og haldið áfram að njóta lífsins í
næði.
Yfirforinginn: Það er aðeins lítill
hluti óvinaliðsins sem rekur flótt-
ann; megin herinn er hér á næstu
grösum.
Varðmennirnir hafa komið til baka.
Fyrsti varðmaður (við Goðmund) :
Síðhöttur nokkur, sem bíður utan
dyra, varð fyrir svörum, kvað sig
hafa umboð margra þjóða til að koma
í veg fyrir styrjöld. Við her þennan
kvaðst hann ekki ráða, en geta, ef sér
væri leyfð innganga í höllina, gert
atför hans að erindisleysi. (Þögn).
Eg tjáði honum þá að ákveðið væri
að veita ekki sendisveinum þjóða við-
töku. En hann sat við sitt keip þar
eð erindi sitt væri fólgið í því að
greiða ríkinu réttmæta skuld.
Goðmundur: Það er nóg ástæða að
leyfa honum ekki inn að hann hygst
að greiða mér skuld. Eg kann því
betur að draga menn inn til þess
nauðuga.
Fyrsti varðmaður: Hann tjáði mér
ennfremur að, ef hann fengi ekki
inngöngu með góðu móti mundi hann
taka til sinna ráða.
Einn af vinunum: Það er næsta
grunsamlegt að hann skuli vera svona
áfjáður.
Goðmundur: Eg er óhultur fyrir
honum í þessari höll. Dyraverði hef
eg trúa og dygga; slíkir dyraverðir
eru ekki á hverju strái.
(í þessu kemur ófrýnn maður inn