Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 121
Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur
Omur af röddum unga fólksins,
sem var að syngja gamla árið úr
§arði, blandaðist náhljóði norðan-
stormsins, sem kvað við raust úti
tyrir. Raddir æskunnar, raddir lífs-
lns kváðust á við dauðasöng vetrar-
^eljunnar.
Að undanteknum þessum hljómum
^ífs og dauða, sem léku eins og undir-
sPil við hugsanir Rannveigar gömlu
Anderson, ríkti þögn í svefnherbergi
hennar. Gamla konan hvíldi upp við
^erðadýnu í rúminu sínu og lá með
i°kuð augu algerlega hreyfingarlaus.
^jóshlífinni á lampanum, sem stóð á
borði við rúmið hennar, hafði verið
^allað þannig, að skugga bar yfir
®ndlitið. Engum, sem hefði litið
lnn í herbergið, hefði blandast hugur
Urn. að hún svæfi, svo mikil ró var
^fir hinu fríða og festulega andliti
SÖmlu konunnar; því þótt ellin hefði
nu sett sín mörk á hana, var ennið
ennþá hátt og hvelft, brúnin boga-
^regin, nefið beint og kinnbein og
aka fagurmótuð. En gamla konan
SVaf ekki, því hugur hennar átti of
*nnrikt. Hún var að hugsa um
eimsstyrjöldina og hlutskifti æsk-
Unnar nú á dögum. Jörðin, erfðafé
Un8u kynslóðarinnar, var nú löðrandi
blóði, loftin leiftrandi af hatri, og
^skan var svo kölluð út til að fórna
1 1 sínu og kröftum, til verndar þeim
nSsjónum, sem eldra fólkið hafði
k 1 kirt meira um, en láta ganga
aupum og sölum og jafnvel dæmt til
dauða í ýmsum löndum. Henni flaug
í hug setningin, sem amma hennar
gamla hafði sagt við hana fyrir löngu
síðan, um vitskort mannanna.
Hún hafði verið að lesa gömlu dag-
bókina sína af og til í dag, rifja upp
liðna ævi, liðnar hugsanir; en gömlu
bókinni ætlaði hún nú að brenna
bráðlega, því þar var saga hennar rit-
uð, hugsanir hennar og innra líf.
Æskuminningar hennar, gleði og
sorgir, tilheyrðu liðna tímanum og
áttu ekkert erindi í annara hendur.
Hennar litli hugarheimur og reynsla,
yrðu æði brosleg, samanborin við
þetta hraða og stórstíga nútímalíf.
En þó var það nú hennar eigir.
reynsla og lestur gömlu dagbókar-
innar, sem að einhverju leyti áttu
sinn þátt í því, að hún leit mildari
augum á þessa skyndi trúlofun
Veigu, en foreldrar hennar virtust
fær um að gera. Vitaskuld hafði
það komið þeim á óvart, þegar hún
kom heim með bráðókunnugan her-
mann í gærkvöldi og sagðist vera
trúlofuð honum. í morgun hafði
Veiga svo bætt gráu ofan á svart,
með því, að tilkynna foreldrum sín-
um, að hún ætlaði að giftast honum
eftir þrjá eða fjóra daga. Og í fyrsta
sinn, eins langt og hún mundi, hafði
faðir Rannveigar ungu sýnt vanþókn-
un sína yfir ráðslagi hennar, því
hann hafði jafnan staðið fremstur í
flokki með að ala hann upp í algjörðu
frjálsræði. En nú efaðist gamla