Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 162
140
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Útgáfukostnaður, flutningsgjöld og
tollur námu um $600 fyrir þessar 2023
bækur. Fræðslumálanefnd fanst því
ekki ráðlegt að selja bækurnar af hendi
endurgjaldslaust og lagði á þær verð
sem svaraði kostnaði.
Nefndin skipaði umsjónarmann í Win-
nipeg til þess að taka á móti pöntunum
og annast um reikninga, Miss S. Eydal.
Hefir hún leyst það starf prýðilega af
hendi. Bækurnar voru síðan rækilega
auglýstar i íslenzku blöðunum. Pant-
anir hafa komið frá sex laugardagsskól-
um og fjölda einstaklinga viðsvegar frá.
Hafa þegar selst 738 bækur eða rúmlega
V3 bókanna.
Fræðslumálanefnd hefir haldið tvo
fundi á árinu. Var siðari fundurinn
haldinn til þess að ræða um kenslustyrk
til deilda. Var það meirihluta álit fræð-
slumálanefndar að æskilegt væri að
Þjóðræknisfélagið veitti deildum fjár-
styrk svo hægt væri að þókna kennur-
um lítillega fyrir kenslustarf þeirra. Var
þessu áliti vísað til stjórnarnefndar en
hún ákvað að fresta því máli þar til
þing kæmi saman.
Ingibjörg Jónsson
Marja Björnson
Á. P. Jóhannson
(með fyrirvarai
S. Thorvaldson
Vilborg C. Eyólfson
Lesbóka reikningur
Bækur meðteknar frá Islandi:
248 Gagn og gaman á 45é.......$ 111.60
900 Gula hænan I. og II, Ungi
litli I. og II á 250 ....... 225.00
875 lesbækur á 30<:............ 262.50
2,023 bækur ...................$ 599.10
738 bækur seldar.....$ 224.25
Afhent gjaldkera..... $ 137.20
Óborgað ............. 85.80
Póstgjald ........... 1.25
.$ 224.25 $ 224.25
Bókaf orði:
114 Gagn og gaman á 450..$ 51.30
555 Gula hænan I. og II, og
Ungi litli I. og II. á 250 .... 138.75
616 Lesbækur á 300 ...... 184.80
1,285 bækur ...................$ 374.85
2,023 bækur meðteknar $599.10
738 bækur seldar .... $ 224.25
1,285 óseldar bækur.... 374.85
$ 599.10 $ 599.10
—Winnipeg, Canada, 16. febr. 1944.
S. Eydal
Ingibjörg Jónsson
Mrs. S. E. Björnson lagði til og G. Ole-
son studdi, að bæði skýrslunni og reikn-
ingnum sé veit móttaka. Samþykt.
Grettir Jóhannsson ræðismaður skýrði
frá, að milliþinganefndin í útvarpsmál-
inu í sambandi við sjálfsveldi Islands,
hefði undirbúið það mál að nokkru, en
ekki getað lokið þeim undirbúningi að
fullu, sökum ýmsra ástæðna. Kvað
nefndina vera fúsa á að halda verkinu
áfram.
Þorsteinn Gíslason lagði til og Ásgeir
Bjarnason studdi að munnlegri skýrslu
ræðismannsins ,sé veitt móttaka og að
sama nefndin sé endúrkosin. Samþykt.
Séra Sigurður Ólafsson lagði fram og
las eftirfylgjandi skýrslu í sagnamálinu.
Nefndarálit í Sagnanefnd
Þ j óðrœknisf élagsins
Nefnd sú er útnefnd var, af forseta á
árinu, til að safna sögnum og fróðleik,
hefir lítil afreksverk af gjörðum sínum
fram að bera. Eðli þess söfnunarstarfs
er þess leiðis, að ekkert áhlaupaverk er
það að safna slíkum fróðleik, er Þa^
aðallega persónuleg natni og innsým,
sem til þess þarf að safna fróðleik er
varanlegt gildi hefir.
Eg man það að fyrir nokkrum árum,
er eg starfaði í þessari nefnd, kom okkur
séra Guðm. heitnum Árnasyni, sam-
nefndarmanni mínum saman um að
biðja opinberlega um að fólk sendi
okkur þjóðlegar sagnir og fróðleik —- °S
Samtals