Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 89
BRANDUR JÓNSSON BRANDSON, LÆKNIR
67
Vig sama tækifæri fórust Dr.
Mathers, forstöðumanni læknaskól-
ans, orð á þessa leið:
“Dr. Brandson hefir helgað líf sitt og
starf hinni göfugu hugsjón stéttar sinn-
ar- Hann hefir með hæfileikum sínum,
°g sinum djúpa skilningi mannlegra
tilfinninga, ásamt mannúð og hluttekn-
'ngu, horið gæfu til þess að öðlast hina
sönnu gleði og fullkomnu ánægju, sem
Þau störf hafá í för með sér, sem sam-
viskusamlega eru af hendi leyst.
Allir þeir, sem notið hafa líknar og
nnannúðar Dr. Brandsons — allir þeir,
sem hann hafa þekt, bera fyrir honum
djúpa iotningu.
Vér sem höfum átt því láni að fagna
að njóta kenslu hans og handleiðslu —
vera lærisveinar hans — vér sem höfum
ekki einungis lært af honum læknis-
ír£eði, heldur einnig sanna speki hins
lifanda lífs — vér finnum oss knúða til
þess að mæla við þetta hátíðlega tæki-
f®ri, og viðurkenna virðingu vora og ást
f‘l hans — þessa manns, sem vér höfum
þekt sem hinn færasta og sálþýðasta
fa2kni og kennara, fyrirmyndar borgara
"reð heitar, hreinar og heilsteyptar hug-
sjónir — manns, sem var veglyndur og
frár í öllu; manns, sem aldrei brást í
n°kkru því, sem góðum mönnum sæmir
að gera.”
^etta er merkilegur vitnisburður,
Serstaklega þegar þess er gætt hvað-
an hann kemur. Mér hefir sjaldan
^úndist eins mikið til um það að vera
^slendingur eins og á meðan eg
hlustaði á þessa ræðu (sem auðvitað
Van miklu lengri).
f sambandi við þennan vitnisburð
r- Mathers dettur mér í hug undur
^?urt og mikið kvæði eftir skáldið
' Þorsteinsson, sem hann orti til
r- Brandsons og birt var í Lög-
ergi 18. nóv. 1943. Þar eru þessar
'nur meðal annars:
“1 huga mér samtíðar sé eg her
Sem sigrar með eigin blóði.
Og einn þar að vænleik af öðrum ber
Þeim islensku: Brandur hinn góði.
Til vegsauka hóf þig in hérlenda sveit
Og heiðraði í orði og verki —
Hvort gengurðu’ um harms eða gleði
reit,
I göfugleik ert þú hinn sterki.”
Eg gat þess að Dr. Thorlákson
hefði skrifað um Dr. Brandson; sú
grein birtist í læknablaðinu í Mani-
toba og báðum vikublöðunum ís-
lensku. í henni eru svo fagrir kaflar
að eg get ekki stilt mig um að taka
hér upp nokkrar setningar úr henni:
“Ómögulegt er að meta fullkomlega
tillag hans (Dr. Brandsons) því mann-
félagi til stuðnings, sem hann lifði og
starfaði með af svo mikilli ósérplægni
og með svo miklum yfirburðum í nálega
fjörutíu ár.”
“—Hann var frábærlega heimiliselsk-
ur maður. Hann átti ótaldar ánægju-
stundir með fjölskyldu sinni, vinum sín-
um, bókum sínum og i kirkju sinni.
Hann lifði fullkomnu og nytsömu lífi.
Hann var góðum gáfum gæddur, átti
skýrar og rökfastar hugsanir, samfara
heilbrigðri og góðlátlegri fyndni. Hann
var sérstaklega samúðarríkur gagnvart
meðbræðrum sínum. Hann hafði óvenju-
lega mikla hæfileika til liðs og líknar-
starfa; var gæddur ágætri dómgreind,
frábærlega trúr og vinfastur, örlátur en
stöðuglyndur. Hann var fastheldinn við
það, sem vel hafði reynst, en rannsakaði
með nákvæmni allar nýjar aðferðir. —
Þessi maður bar höfuð og herðar yfir
flesta menn.”
Margir þeir, sem skara fram úr í
einhverju, eru úti á þekju í flestu,
eða jafnvel öllu öðru. Því var ekki
þannig varið með Dr. Brandson.
Hann fylgdist með almennum mál-
um og fleiri vísindum en þeim, sem