Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 119
ÆVISÖGUBROT
97
Og þeim til hjartastyrkingar, sem á
Öllu telja tormerki, skal þess getið,
að hann er jafnvígur á bæði málin,
ensku og íslensku, og hefir víst eng-
inn heyrt hann telja, að það standi
sér fyrir þrifum.
Hann er kvæntur ágætiskonu,
Emilíu Sigurbjörgu, dóttur merkra
landnámshjóna þar syðra, og ná-
frænku skáldsins St. G. Stephansson-
ar. Þau eiga þrjú mannvænleg börn,
öll upp komin. G. J.
Eg var á ferð upp um fjallabrún-
irnar fyrir ofan bæinn. Kom eg þar
að smáu gili, sem lítill lækur rann
eftir.
“Hvaðan kemur þú, lækur minn?”
spurði eg.
“Innan úr heiðinni,” svaraði hann.
“Og hvert ætlar þú?”
“Fyrst út í Rangá, svo út í Lagar-
fljót, og síðan út í haf.”
“Kemur þú þá nokkurntíma aftur?”
“Nei, eg fer út í haf — haf dauðans,
°g hætti að vera til.”
“Ó, hvað eg sakna þín héðan, lækur
minn — þú syngur svo vel. Eg gæti
unað hjá þér í alt sumar.”
“Eg verð líka hér í alt sumar.”
“Og kemur svo aldrei aftur, það
væri óttalegt.”
“Ekki svo mjög. Fyrst samlagast
eg ánni, og við það verð eg stærri og
sterkari; svo kemst eg í fljótið, og þá
verð eg enn voldugri; og seinast
kemst eg í hafið — haf dauðans, —
°g inn í hina eilífu hringrás, og verð
ódauðlegur.”
“Óskiljanlegt!”
“Já, dauðinn er lífið — óendanleik-
lnn eilíf endurtekning.”
“Svo eg heyri þig þá aldrei syngja
framar — eg grátsakna þín.”
“Vertu hraustur. Eg syng altaf.
pyrst syng eg sem smálækur, þá er eg
f'arn. Svo verða hljóð mín dimmari
sem árniður; síðan breyti eg um
róm og kveð enn dimmara—í straum-
um og fossum og brýst reiðuglega
fram til sjávar. En þá er eg líka orð-
inn ægilegt haf, máttugt og voldugt,
sem allur heimur óttast. Og þá verð
eg tignaður sem Mar, Ægir, Neptún-
us. 'Og rödd mín verður þung og
dimm. Klettarnir umhverfis mig
skjálfa af ótta, og fjöllin bergmála
röddu mína. Öll náttúran syngur mér
l0f — 0g titrar af ótta við að heyra
mig og sjá. Þá verð eg guð heimsins
og líð aldrei undir lok.”
“Eg hélt að alt hefði sín aldurstak-
mörk, en myndi endurnýjast í nýrri
mynd. Eg hélt að lækur, á, fljót og
sær, væri, hvert um sig, tilvera út af
fyrir sig, sem hvert um sig hefði sína
sérstöku eiginleika; og að þú myndir
altaf verða lækur.”
“Nei, drengur minn. Að sönnu
verður lækur hér að vori, sem syngur
eins og eg, og rennur sama farveg, en
það verður annar lækur, sem fer sömu
leið og eg, alla leið út í haf.
Eða veistu ekki að allir einstakl-
ingar eru partar af heildinni, og að
eðliskrafturinn er einn, og að hring-
rásin er eilíf. Veistu ekki, litli dreng-
ur, að þú hefir verið til áður, og verð-
ur til aftur. Veistu ekki það, að ekk-
ert hefir orðið til af engu, og að
ekkert getur eyðilagst að eilífu.”
“Vertu þá sæll, eg bíð bróður þíns ”
S. B. Benediktsson