Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 50
Eftir Dr. J. P. Pálsson
Nýtísku einþættingur sem fram fer
í þorpi á vestur-sléttu Canada, á
heiðskírum morgni í júnímánuði. —
Fyrsta og þriðja sýning árið 1941.
Önnur sýning árið 1916.
PERSÓNUR
Gamli læknirinn yfir sjötugt í fyrstu
og þriðju sýningum. Tuttugu og
fimm árum yngri í annari sýning.
Ungi læknirinn innan þrítugs, lítill
og veiklulegur.
Hjúkrunarkonan fremur óálitleg og
lítið eitt hölt.
Jonni rúmlega tvítugur, stór vexti
og hið mesta glæsimenni. Hann
er kvikur í hreyfingum og iðar af
æskufjöri. í samtalinu við gamla
læknirinn, situr hann aðeins nokk-
ur auknablik í senn. Annars geng-
ur hann um gólf, horfir út um
gluggann, eða stendur með hönd-
urnar á skrifborðinu og þrumar
skoðanir sínar yfir læknirinn. —
Stundum verður vart séð hvort
honum er full alvara, eða hvort
hann er aðeins að stríða vini sín-
um og koma honum til að þrefa við
sig.
Flækingurinn, í rifnum og stagbætt-
um hermannabúningi frá 1918. Hár
hans er grátt, óhreint og úfið. —
Andlitið afskræmt af gömlum
meiðslum, og vinstra augað hulið
svartri blöðku. Hann er órakaður.
Göngulagið lýsir máttleysi í gang-
limunum og hendur hans eru ó-
styrkar. Röddin hás og brostin.
FYRSTA SÝNING
Móttökustofa gamla læknisins. —■
Fyrir miðjum vegg í baksýn, bréfa-
geymsla (filing cabinet) um fimm
feta há og jafnhá bókaskápum sem
standa á báðar hliðar. Á geymslunni
standa nokkrar ljósmyndir af Jonna,
þegar hann var á ýmsum aldri. Su
fyrsta af hvítvoðung, hin síðasta at
hermanni. Ofan við ljósmyndirnar
hangir mottó prentað stóru letri, 1
mjóum svörtum ramma; beggja meg-
in við það hanga leyfi- og prófskír-
teini læknisins. — Á vinstri vegg>
stór gluggi aftarlega; framar dyr ut
í biðstofu. — Á hægri vegg aftarlega,
dyr inn í lækningastofu; framar
klæðaskápur með hurð fyrir. —■ A
hliðarveggjum hanga nokkrar mynd-
ir. — Aftarlega á sviðinu er stórt
skrifborð, bakvið það skrifstofu-stóll-
Annar stóll við hægri enda borðsins
er hliðstæður áhorfendunum. — A
borðinu eru skrifföng og eitt tímarit-
Ungi læknirinn (kemur inn frá
vinstri. Gengur frá sumarkápu og
hatti í klæða-skápnum. Gengur að
glugganum og horfir út).
Hjúkrunarkonan (kemur frá hægrl-
Staldrar við þegar hún sér læknir-
inn).
Ungi læknirinn (lítur um öxl) ■
Góðan morgun.
Hjúkrunarkonan: Góðan morgun.
læknir. (Lítur á armúrið). Þú
snemma á ferli. Heill klukkutími þar
til fyrstu sjúklinganna er von.