Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 144
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
in til að standa straum af kostnaði við
að flytja lík hans til greftrunar í átthög-
um ættingja hans hér í fylkinu, en því
boði var hafnað.
Önnur mál
Væntanlega koma fram á þinginu
munnlegar eða skriflegar skýrslur frá
minjasafnsnefnd, en Bergthór E. John
son er eins og áður formaður hennar, frá
nefnd þeirri, er kosin var til að hafa með
höndum útvarp til íslands, í tilefni af 25
ára afmæli fullveldis heimaþjóðarinn-
ar, en Grettir L. Jóhannsson, ræðismað-
ur, skipar þar formannssessinn; og frá
nefnd þeirri, er safna skal þjóðlegum
fróðleik vestur hér. Fól þingið forseta
að skipa hana og eiga þessir sæti í
henni: séra Sigurður Ólafsson, Selkirk;
Gamalíel Thorleifsson, Garðar, N. Dak.,
og G. J. Oleson, Glenboro, Man. Jafn-
framt skal það þó tekið fram, að nokkuð
var liðið á starfsár, er nefnd þessi var
skipuð, og hefir hún því, ef til vill, eigi
haft mikinn tíma til starfa.
Um fjármál félagsins, nægir að vísa
til hinnar prentuðu skýrsla féhirðis,
fjármálaritara og skjalavarðar, Ólafs
Péturssonar, en hinn síðastnefndi hefir
jafnframt, sem að undanförnu, annast
umsjón með húseign félagsins, og er það
hið þakkarverðasta verk.
Aldarfjórðungsafmœli félagsins
Á þinginu í fyrra og síðar á fundum
stjórnarnefndar komu fram raddir um
það, að Tímarit félagsins skyldi að þessu
sinni sérstaklega helgað aldarfjórðungs-
afmæli þess. Varð ritstjórinn, Gísli
Jónsson prentsmiðjustjóri, sem endur
kosinn hafði verið í það embætti, vel við
þeim tilmælum. Flytur ritið allítarlegt
yfirlit yfir starfssögu félagsins frá byrj-
un, sem prýdd er fjölda mynda, auk
annars lesmáls varðandi afmælið. Mun
og óhætt mega segja, að efni þess sé að
öðru leyti bæði athyglisvert og fjöl-
breytt.
Mrs. P. S. Pálsson tók að sér aftur að
safna auglýsingum í ritið, og hefir fram-
úrskarandi árangur orðið af ötulu starfi
hennar í þá átt. Tímaritið er einnig í ár
prentað í stærra upplagi en áður, bseði
vegna aukins félagafjölda og þá eigi
síður vegna hins, að Þjóðræknisfélagið
á Islandi, sem stöðugt er að færa út kví-
arnar, hefir beðið um 750 eintök af rit-
inu. Var sú beiðni hækkuð um 150 ein-
tök síðan eg skrifaði afmælisgrein mína
um félagið. Er það bæði hið mesta
vinarbragð og mikill sómi, sem félagiö
hefir sýnt Tímaritinu með því að gera
það einnig að félagsriti sínu.
Aldarfjórðungsafmælis félagsins, er
áður var vikið, að, verður einnig, eins og
tilhlýðilegt var, minst með virðulegri
veislu síðasta þingkvöldið. Af hálfu
stjórnarnefndar hafa þeir vara-forseti,
féhirðir og fjármálaritari annast undir-
búning þessarar sögulegu samkomu.
★
I byrjun þessa máls hvarflaði eg, eins
og skylt var, huganum til liðinnar tíða'
og mintist stuttlega nokkurra forgöngu-
manna félagsins og velunnara, sem
horfnir eru af sjónarsviðinu jarðneska.
Er dregur að lokum máls míns, á jafn-
vel við að horfa nær sér og renna jafn-
framt augum til framtíðarinnar, því að
henni erum vér “skattskyld um dáð”,
eigi síður en samtíðinni. Fer oss vitur-
legast, ef vér lærum af fortiðinni og á-
vöxtum vel það, sem lífrænast er í arfi
hennar, bregðumst sem drengilegast við
kröfum samtíðarinnar og byggjum með
þeim hætti sem traustast fyrir framtíð-
ina. Eða eins og Stephan G. Stephans-
son skáld orðaði það spaklega og fagur'
lega:
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
Og er vér nú horfúm um öxl, verðm
vart annað með sanni sagt, en að félags'
starfið hafi gengið vonum fremur á ar-
inu, þegar á alt er litið. Deildir félagsin=
hafa yfirleitt haldið furðanlega vel 1
horfinu, en sumar hinar elstu þeirra geI
ast nú af skiljanlegum ástæðum fa
mennari en áður var, og ber stjórnai
nefndinni að hlynna að starfi þeirra me^
heimsóknum eða á hvern annan ha
sem hagkvæmast þykir. Þá ber 0