Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 102
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
aðan hátt og kvæði íslenska skálds-
ins, því að Hogg verkstjóri hlýddi á
hana með sérlega mikilli athygli.
Þegar sögunni var lokið, gekk hann
þegjandi út og var um stund á reiki
í kringum skálann. Þá er hann kom
aftur inn í skálann, lagði hann sig til
svefns, án þess að mæla orð af munni.
Daginn eftir var hann venju fremur
fátalaður og hógvær. f þá tvo mán-
uði, sem eg var eftir það, við skógar-
höggið, heyrði eg hann aldrei beita
stóryrðum eða bituryrðum við nokk-
urn mann. Og eg þakkaði það sög-
unni, sem Hans sagði okkur um ís-
lenska skáldið og hinn unga, norræna
konung.”
“Og svo náttúrlega hafa þeir, Hans
og verkstjórinn, verið bestu vinir
eftir það,” sagði konan mín.
“Mér er það ekki fyllilega ljóst,"
sagði Wilson; “en hitt er víst, að við,
skógarhöggsmennirnir allir, urðum
vinir Hansar.”
“Vissulega er þessi landi minn
góður drengur,” sagði eg.
“Já, hann er drengur góður,” sagði
Wilson; “hann er líka alúðarvinur
minn og kvæntur systur minni.”
Að því mæltu gekk Wilson til sæt-
is síns. En eg átti tal við hann aftur
nokkrum sinnum áður en við skild-
um í Vancouver. Og því oftar sem
við töluðumst við, því betur gast mér
að honum.
IHÍver ©rfti þesssi
Inn til jökla, inn til jökla
eg vil mína ævi búa;
að mér fjalla dísir hlúa,
þótt eg gangi frosnum fótum
fram með bliáum jökulrótum.
Þar er eg svo frjáls og frí —
fjallborg helgri luktur í.
Fyrir 60—70 árum og að líkindum fyr, var þessi vísa á hvers manns vörum ^
Jökuldalnum og í Heiðinni. Hún var sungin með sama lagi og “Tíkar-Mang1
eftir Jónas Hallgrímsson. Já, og eftir á að hyggja, hvaðan er lagið runnið?
Ef gamlir og langminnugir menn og konur kunna vel ortar vísur eða kv®ð '
sem hvergi hafa verið prentuð áður, gerðu þeir vel i því, að skrifa þau upp og f°r
þeim með þvi frá glötun.