Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 118
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
betri maður og færari, til þess að
geta öðlast samskonar viðurkenn-
ingu. Þessvegna, ef til vill, verður
vanalega meiri gleði á meðal vor,
þegar einhver úr vorum hópi fær
verðskuldaða viðurkenningu hér í
Canada, en t. d. sunnan landamær-
anna, þar sem íslendingar þó hafa
engu síður skipað, og skipa enn,
virðulegar og ábygðarmiklar stöður.
Þar er það fólkið sjálft, sem skipar
embættin með kosninga-atkvæðum
sínum. Og fólkinu má oftar treysta
til þess, að koma auga á sína at-
kvæðamestu menn fyr, en íhaldssöm-
um stjórnarvöldum, sem auk þess
hafa í mörg horn að líta.
★
Þegar sæti rýmdist í áfrýjunar-
rétti Manitoba (Court of Appeal) á
síðastliðnu vori, var þriðja íslend-
ingnum veitt dómarastaða í Canada.
Það var á mánudaginn 9. maí 1944, að
Hjálmar A. Bergman K.C., opnuðust
hinar nýju dyr inn að dómstólnum,
og mun vinum hans, og þjóðbræðrum
yfirleitt, ekki hafa þótt of langt til
lokunnar seilst; því bæði var hann
einn meðal hinna lengst starfandi
lögfræðinga þessa fylkis, þótt aldur-
inn sé ekki ýkjahár, og svo hefir
hann um langa tíð gegnt margvísleg-
um trúnaðarstörfum, auk hinna
venjulegu lögmannsverka.
Bergman dómari fæddist að Garðar
í Norður Dakota árið 1881, og er því
rúmlega sextugur. Foreldrar hans
voru þau Eiríkur H. Bergman og
kona hans Ingibjörg f. Thorlacíus,
merkishjón, bæði af góðum norð-
lenskum ættum. Mentun sína hlaut
hann fyrst í Luther College, Iowa,
og síðar í lögfræðideild Norður Da-
kota háskólans. Stundaði hann fyrst
lögmannsstörf þar syðra, en flutti
brátt norður yfir landamærin, og hélt
áfram lögfræðisnámi hér í Winnipeg.
Fékk hann fult lögmannsleyfi í Can-
ada árið 1908 og gerðist meðlimur
í lögfræðingafélagi með Thos. H.
Johnson, síðar ráðherra í stjórn
Manitoba-fylkis. Alt fram að þessu
hefir hann stundað lögmannsstörf
undir því nafni, og verði í miklu álitx
innan félagsskapar lögfræðinga. Árið
1920 var hann nefndur K.C. (kon-
unglegur málafærslumaður), og um
langan tíma hefir hann verið í stjórn
lögmanna samkundunnar og einnig i
forsæti hennar.
Síðan 1933 hefir hann setið í stjórn-
arráði Manitoba háskólans, vara-for-
maður í mörg ár, og nú síðast forseti
þess. Væntir maður mikils góðs af
því í hærri mentamálum fylkisins.
þar á meðal, að hanri beiti sínum al'
kunnu lögmannshæfileikum og víð*
sýni til þess, að menta og opna svo
augun á mentamálaráði fylkisins, að
það sjái sér fært að stofna háskóla-
stól í íslensku og norrænum fræðum.
án þess að íslendingar múti þeim tH
þess með því, að standa einir alla11
straum af því. Eldri og merkari ha-
skólum hefir fyrir löngu skilist, að
norræn tunga er nauðsynleg fyrl'
víðara nám enskunnar einnar, auk
annars menningarverðmætis, er þvl
námi fylgir. Að dómarinn hafi ster^
an áhuga á, að koma þessu á rekspo^
efast víst enginn um, að minsta kost1
ekki sá, er þetta ritar, eftir að hafa
hlustað á stutta hugvekju frá honum
um þetta efni fyrir skemstu.
Að allra sögn, sem til þekkja,
Bergman dómari víðlesinn og
mentaður maður, auk lögfræðinnar