Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 31
ENDURREISN LÝÐVELDIS Á ISLANDI
9
“Þá er fundur seftur í sameinuðu
Álþingi, að Lögbergi á Þingvelli við
Öxará.
Ýegna þeirra merkilegu mála, sem
^ér eiga að sæta fullnaðar-meðferð,
^efir Alþingi í dag með stjórnskipu-
iegum hætti verið flutt af sínum
Venjulega samkomustað í höfuðstað
landsins til þessa fornhelga staðar,
Þar sem einatt áður dró til úrslita í
tilverumálum hinnar íslensku þjóð-
ar.
Ýerkefni þessa þingfundar er tví-
þ^tit, í samræmi við það, sem þegar
hcfir fullgert verið og lög standa nú
Þl, og er samkvæmt dagskrá fundar-
ins ákvarðað þannig:
L Lýst gildistöku stjórnarskrár
lýðveldisins íslands, ásamt öðru, er
beim þætti heyrir.
2- Kjörinn forseti íslands, er síð-
ar vinnur eið að stjórnarskránni.”
^ar síðan gengið til dagskrár og
tekið fyrir fyrra málið. Forseti
Sartleinaðs Alþingis las þingsálykt-
Unina frá 16. júní um gildisltöku
stjórnarskrár lýðveldisins, sem prent-
er hér að framan, hringdi að því
°knu bjöllu og þingmenn risu úr
Sastum sínum. Þá mælti forseti sam-
einaÖs þings þessi orð:
Samkvæmt því, sem nú hefir
Sreint verið, iýsi eg yfir því, að
stjórnarskrá lýðveldisins tsland
er gengin í gildi.”
ý°veldisfáninn var dreginn ai
n að Lögbergi. Klukknahringin;
0 st j Þingvallakirkju, klukkan va
, °’ °g samtímis var kirkjuklukkur
hrJngt um landið alt. Stóð klukkna
_lnging þess yfir tvær mínútur, o
nieð sanni segja, að þæ
hringdu inn nýtt tímabil í sögu lands-
ins. Þegar klukknahljómurinn dó út,
varð einnar mínútu þögn, samhliða
því, að umferð stöðvaðist, eigi aðeins
á Þingvöllum, heldur einnig um land-
ið alt. Menn drupu höfði í hátíðlegri
lotningu. Áreiðanlegt er það, að þeg-
ar þögnin var rofiri með því, að hinn
mikli mannfjöldi söng þjóðsönginn
“Ó, Guð vors lands”, hafa menn fund-
ið til þess, að þeir höfðu lifað ó-
gleymanlega stund í sögu þjóðar
sinnar — óskastund hennar. Þeir
höfðu séð hinn hjartfólgnasta draum
kynslóðanna ræltast. Lýðveldi hafði
verið endurreist á fslandi. Fortíð
og samtíð tóku höndum saman yfir
djúp aldanna og bygðu brú inn í
draumalönd nýrrar aldar.
Þegar þingmenn höfðu tekið sæti
sín á ný, flutti forseti sameinaðs Al-
þingis snjalla ræðu um hin miklu
tímamót í sögu þjóðarinnar, sem nú
höfðu gerst, og um hina auknu og
nýju ábyrgð, sem lýðveldið legði
þjóðinni á herðar.
Þvínæst var tekið fyrir annað mál
á dagskrá, kosning forseta íslands
fyrir tímabilið 17. júní 1944 til 31.
júlí 1945, en samkvæmt stjórnar-
skránni átti Alþingi að kjósa hann að
þessu sinni, en framvegis kýs þjóðin
hann til 4 ára í senn. Var kosið á
seðlum og fór kosningin fram sam-
kvæmt reglum um kosningu forseta
sameinaðs Alþingis.
Úrslitin urðu þau, eins og löngu er
kunnugt, að Sveinn Björnsson ríkis-
stjóri hlaut 30 atkvæði, Jón Sigurðs-
son, skrifstofustjóri Alþingis, 5 at-
kvæði, en 15 seðlar voru auðir. Tveir
þingmenn voru fjarstaddir sökum
veikinda.
Tilkynti forseti sameinaðs þings