Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 80
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
tæku þjóð. Þá fann eg að Vest-
ur-íslendingar voru ekki útlend-
ingar. Þótt þeir væru borgarar í
öðru landi var hugur þeirra hér
heima og umhyggja þeirra fyrir
velferð fslands engu minni en
okkar hér á íslandi.
“Fyrir 25 árum stofnuðuð þið
Þjóðræknisfélagið í því skyni að
halda uppi á virkan hátt rækt við
ísland, íslenska menningu og
tungu. Fél. hefir unnið að þessu
sleitulaust síðan í aldarfjórðung
og sýnir ekki á sér nein ellimörk.
Þið Vestur-íslendingar urðuð
löngu á undan okkur á íslandi um
að skipa fylkingu um þjóðleg, ís-
lensk verðmæti.
“Eg sé í huga mínum fjölda á-
gætra Vestur-íslendinga streyma
úr mörgum áttum, suma um lang-
an veg, til ársþings félagsins. Það
eru hvorki vonir um glys, verald-
arauð né eitthvað annað, sem í
askana verður látið, sem draga
ykkur til þessa fundar. Það er
taug, sem er miklu dýrmætari.
Hún er spunnin af sama toga,
sem sú hin ramma taug “er rekka
dregur föðurtúna til.”
“Þið hafið gert ísland stærra og
verið okkur fslendingum hér
heima til heilbrigðrar áminning-
ar um skyldu okkar við þjóðleg
verðmæti. Þetta hlýjar okkur
um hjartaræturnar.
“Hafið þúsundfaldar þakkir
fyrir.
“f nafni íslensku þjóðarinnar
færi eg Þjóðræknisfélaginu hug-
heilar árnaðaróskir á 25 ára af-
mælinu. Og þeim óskum fylgja
alúðarkveðjur til ykkar allra,
hvers einstaks.”
Hóf biskup síðan mál sitt og túlk-
aði fagurlega og með miklu andríki
góðhug og ræktarhug ættþjóðarinn-
ar íslensku til barna hennar vestan
hafs; þakkaði í nafni ríkisstjórnar
og þjóðar alla þá starfsemi í Vestur-
heimi, sem stefnt hefir að því marki
að varðveita íslenskt þjóðerni og ís-
lenskar menningarerfðir, og hvatti
til framhaldandi og sem víðtækastra
samskifta milli fslendinga austan
hafs og vestan í framtíðinni. Lauk
hann hinni snjöllu og áhrifamiklu
ræðu sinni með þessum orðum:
“Tíminn líður og margt breyt-
ist. En ýmislegt breytist þó ekki,
þótt aldir fari. Þegar Vestur-
fsl., sem fæddur var heima og
uppalinn kemur heim, sér hann
eða þekkir hann ef til vill ekki
bæinn sinn gamla, þúfan og hóll-
inn sem hann lék sér við er ef til
vill farinn. En náttúran sjálf er
söm við sig, fjöllin í tign sinni,
fossinn og lindin og lækurinn
kveður enn sama hljómfagra lag-
ið, og báran brotnar við strönd,
sem áður. Hjartanlegar og inni-
legar kveðjur að heiman flyt eg
yður öllum.
“Eg flyt yður persónulegar
kveðjur ríkisstjóra íslands og
ríkisstjórnarinnar, með heilhuga
árnaðaróskum um heill í framtíð-
arstörfum félags yðar oghagsæld
og hamingju í framtíðarlífi yðar
allra. Eg árétti þessar óskir með
bæn til Guðs um blessun hans
yfir alla Vestur-íslendinga kon-
ur og karla, yngri og eldri, u®
blessun hans yfir þá viðleitni ís-
lenskra manna vestan hafs og
austan að tengja saman hendur