Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 129
FHÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
107
Hún var ein af kirkjufólkinu, og
samferðafólk hennar lét hestana fara
greitt. Allir voru í glöðu skapi, því
þetta var merkisviðburður í lífi
sveitafólksins, tilbreyting og fram-
farir, sameiginlegt áhugamál allra, og
rnenn hlökkuðu til að sjá kirkjuna
fullskapaða, og það gjörði hún líka.
En kirkjusmiðurinn, var þó aðal um-
hugsunarefni hennar nú, eins og svo
°ft áður. Hvað ofan í annað hafði
hún ásett sér, að hugsa ekkert um
hann, en hann var altaf í huga henn-
ar. Hún var reið við sjálfa sig fyrir,
að vera hrifin af honum, þvert á móti
vilja sínum, hún var aumi ræfillinn að
vera að hugsa um mann, sem auðsjá-
anlega forðaðist hana, og það hafði
hann gjört síðan í vor. Og hún átti
þó það mikið eftir af sjálfsvirðing,
að hún hafði launað honum í sömu
hiynt, fyllilega. Hún hafði varast að
troða honum um tær á þessu sumri.
Seint á útmánuðunum, eftir að
'nesta snjókyngið hafði hlánað, færið
var orðið gott og gljá yfir öllu, hafði
hann komið af og til þeysandi á Sóta,
fallega brúna reiðhestinum sínum og
hafði verið glaður, frjálsmannlegur
°S vinhlýr í bragði. Henni hafði
fundist að á milli þeirra streymdu
tdfinningar, sem titruðu í andrúms-
loftinu umhverfis þau, sindruðu eins
°g ieifturhröð ljósblik — einna líkast
°g sólglit á straumkvikum vatnsfleti.
Hm sumarmálaleytið hafði hann
homið með prestinum einu sinni, en
eftir það kom hann aldrei að Felli.
f^au höfðu sést á mannamótum nokkr-
Urn sinnum í sumar, hann hafði verið
hurteisin sjálf, en hafði ævinlega ráð
me® það, að eiga annríkt í samtali
eða gleðskap þar, sem hún var ekki
uálasg, Hún kannaðist við þá tækni.
því þannig hafði hún lag á, að halda
prestinum í fjarlægð. Einstöku sinn-
um hafði hún tekið eftir því, að hann
horfði á hana þegar hann hélt að hún
sæi sig ekki, og eitthvað í augnaráði
hans gaf til kynna, að hún væri hon-
um ógeðfeld ráðgáta. Sólglitið var
horfið — og hún hafði verið svo ein-
föld, að verma sig við hrævarelda.
Hún ætlaði framvegis að hafa ein-
hver ráð til, að sýna kirkjusmiðnum,
að hún væri jafn leið á honum og
prestinum.
Og nú lofaði hún Bleik loksins að
fara á skeiði fram úr samferðafólkinu
dálítinn spöl, en brátt tók hún þó í
taumana við hann, því hún kærði sig
ekki um, að verða fyrst allra heim á
hlaðið í Hlíð.
Eftir messu var öllu kirkjufólkinu
boðið inn fyrir kaffi. Eldra fólkið
hvarf bráðlega inn í bæinn, en yngra
fólkið stjaldraði við úti og spjallaði
saman,- Hún var með nokkrum kunn-
ingjastúlkum sínum, sem héldu hóp-
inn, og gjörðu að gamni sínu um
ýmislegt, er bar á góma. Allar dáð-
ust þær að kirkjunni og unga kirkju-
smiðnum og hörmuðu það, að þessi
skemtilegi maður var að fara langar
leiðir burtu og það strax í dag. Þær
vissu um að flutningur hans var far-
inn. Hún talaði og hló, talaði og
gjörði að gamni sínu, var glöðust af
öllum stúlkunum á yfirborðið, en inn-
anum skvaldrið heyrði hún eins og
viðlag í huga sér: hann er að fara —
hann er að fara------. Hún varð að
hlæja og tala eins og hinar stúlk-
urnar, — hann var að fara — hvað
kom það henni við? — Ekki minstu
vitund — henni kom það ekkert við,
hvert hann fór. — Hún sá föður sinn
koma, og heyrði hann kalla á sig, og