Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 100
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
vanda um við herra Hogg. Eins væri
það alveg þýðingarlaust, að senda
fulltrúa á fund herra Sullivans í því
skyni, að biðja hann um að víkja
herra Hogg úr verkstjórastöðunni,
því að herra Sullivan ber mikið traust
til herra Hoggs, og honum liggur það
í léttu rúmi, þó að verkstjórinn, sem
hann setti yfir verkið, beiti harð-
neskju og hranaskap við verkamenn
sína, svo framt að verkið sé unnið
fljótt og vel. Hann mundi ekki taka
neitt til greina af því, sem við segð-
um honum um framkomu herra
Hoggs við okkur. Og herra Hogg
ber ekki virðingu fyrir neinum okk-
ar, og honum stendur enginn stugg-
ur af neinum okkar, nema ef vera
skyldi fslendingnum okkar, honum
Hans Westford. Eg vil því leggja
til, að við felum Hansi á hendur, að
finna eitthvert ráð til þess, að fá
herra Hogg til að taka sinnaskiftum
og koma fram við okkur eins og
heiðvirðum manni sæmir.”
Og Burns leit til Hansar um leið
og hann sagði síðustu orðin. En
Hans þagði. Og allir þögðu.
Síðar um daginn voru þeir Burns
og Hans mikið saman. Þeir voru á
gangi um tíma í kringum skálann.
Þeir voru altaf að ræða um eitthvað
og voru lágtalaðir.
Hogg verkstjóri kom aftur undir
kvöldið heim í skálann. Og þegar
kvöldverði var lokið, fyltu sumir
mennirnir reykjarpípur sínar með
tóbaki og fóru að reykja í mestu
makindum.
Alt í einu kallaði Burns til Hansar
Westford og sagði:
“Heyrðu, íslendingur góður,
gjörðu nú svo vel, að segja okkur
sögu af einhverjum íslenskum ágæt-
ismanni — einhverjum hugprúðum
og drenglunduðum kappa. Þú sagðir
okkur skemtilega sögu af íslenskri
hetju á sunnudaginn, sem var, og þú
lofaðir þá statt og stöðugt að segja
okkur aðra sögu eins góða í kvöld.”
Hans þagði dálitla stund og sagði
svo:
“Eg er víst búinn að gleyma þeirr:
sögu, sem eg ætlaði að segja ykkur í
kvöld. En eg get sagt ykkur aðra
stutta sögu, þó að hún sé ekki eins
skemtileg og sagan, sem eg sagði
ykkur á sunnudagskvöldið, sem var.
“Já, um fram alla muni, segðu okk-
ur hana samt,” sagði Burns.
“Eg skal fúslega segja ykkur
hana, ef herra verkstjórinn leyfif
mér það,” sagði Hans og leit til
Hoggs.
“Hvaða rækarls kjánaháttur er
þetta!” sagði Hogg. “Er eg vanur
að banna þér, að segja sögur á kvöld-
in?”
“Nei,” sagði Hans; “en herra verk-
stjórinn er yfirráðandi hér í skálafl'
um, alveg eins og hann er það úti við
skógarhöggið, og leyfi hans og boði
vil eg gjarnan hlíta, hvort heldur eg
felli tré eða segi sögu.”
“Þér er ávalt liðugt um málbeinið.
þó að enskan þín sé nokkuð bjöguð á
stundum,” sagði Hogg. “Byrjaðu
söguna strax, fyrst þig langar endi'
lega til að segja hana. En láttu hana
taka enda einhvern tíma.”
Hans Westford sagði okkur nú
sögu, sem við allir hlýddum á með
mikilli athygli. Hann talaði hægt
rólega, og bar fram hvert orð mj°n
skýrt, og sagði sérlega vel og skil
merkilega frá, og hann mælti á gðða
ensku. Sagan var all-löng, og e%
hefi gleymt mörgum atriðum ur