Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 143
ÞINGTÍÐINDI
121
Islandi laust fyrir áramótin, og það með,
að hann verði staddur hér á þinginu af
hálfu skrifstofunnar til þess að sima
fréttir af þinginu til íslands og útbreiða
Þekkingu á starfi voru með öðrum hætti.
Býð eg þennan ágæta landa vorn vel-
kominn á þingið og þakka í félagsins
nafni vinsemd þá og athygli, sem Upp-
lýsingaskrifstofa Bandaríkjanna hefir
sýnt oss með komu hans.
Má eg jafnframt geta þess, að stríðs
nppiýsingadeild Canada-stjórnar (War-
time Information Board) á samvinnu við
Uppiýsingaskrifstofu Bandarikjanna
hvað þetta snertir. Er hér um að ræða
gott dæmi þess gagnkvæma góðhugs,
sem ríkir milli þessara tveggja ná-
grannaþjóða. Ennfremur lýsir sér hér
einlægur vinarhugur þeirra í Islands
garð, sem meta ber og þakka.
Loks ber þess að geta, að tveir góðir
gestir heiman af Islandi heimsóttu oss
f arinu, þeir Henrik Sv. Björnsson, ritari
’slenska sendiráðsins í Washington, er
'ar aðalræðumaður Islendingadagsins
a Gimli, og Jakob Gíslason, rafmagns-
træðingur frá Reykjavík, er flutti erindi
1 samsæti, sem “Ieelandic Canadiai:
Club’’ efndi til. Átti félag vort nokkurn
nlut að því að fagna þeim báðum, og
talaði vara-forseti máli voru við það
t^kifæri; ritari félagsins flutti einnig
r®ðu fyrir minni islands í samsætinu
tyrir Henrik sendiráðsritara.
t þessu sambandi er eigi nema rétt-
n^tt að geta þess, að heiðursfélagi vor,
nor Thors, sendiherra Islands í Wash-
'ngton, og dr. Helgi P. Briem, aðalræðis-
niaður Islands í New York, hafa jafnan
Verið boðnir og búnir til þess að verða
°ss að liði í samvinnumálum vorum við
sland og á annan hátt.
^a9a íslendinga í Vesturheimi
Eins og menn muna, kom fram á þjóð-
ra3hnisþinginu í fyrra tilboð frá nokkr-
nm velunnurum sögumálsins um að
aLa að sér málið í nafni félagsins, að
^PPfyltum vissum skilyrðum, sem til-
peind eru í tilboðinu, en það er prentað
siðustu þingtíðindum. Var málinu vis-
til stjórnarnefndarinnar til frekari at-
hugunar, einkum með tilliti til þess,
hverrar samvinnu mætti vænta um
framhald útgáfunnar heima á Islandi.
Nokkru eftir þingið samþykti stjórnar-
nefndin að taka tilboði sjálfboðanefnd-
arinnar, enda var það um alt hið
drengilegasta. Tók nefndin þegar til
starfa, réði Þorstein Þ. Þörsteinsson
skáld til þess að halda áfram ritun sög-
unnar, og kom 2. bindi hennar út um
mánaðamótin nóvember og desember.
Er það mikil bók, fróðleg og vel skráð,
er fengið hefir prýðisgóða dóma í viku-
blöðum vorum. Mega hinir mörgu, sem
unna framgangi þessa þarfa máls, vera
ánægðir með, hversu það er nú komið á
fastan grundvöll, og þakklátir þeim,
sem þar eiga hlut að máli. Hvet eg
fólk vort eindregið til þess að styðja
framhald verksins með því að kaupa
söguna, enda stendur engum nær að
stuðla að útbreiðslu hennar. Jafnhliða
skal þess þakklátlega getið, að Menta-
málaráð Islands hefir vinsamlegast tek-
ið að sér að vinna að sölu sögunnar þeim
megin hafsins, og þarf ekki að orðlengja
um það, hve mikilvægur sá stuðningur
er. Hin gamla sögunefnd félags vors
var endurkosin á þinginu i fyrra; mun
ritari hennar, dr. Sigurður J. Jóhannes-
son, sem einnig er vararitari hinnar
nýju nefndar, leggja fram skýrslu um
málið.
Ingólfsmálið
Á síðasta þjóðræknisþingi var sú á-
kvörðun tekin í því máli, að ritara fé-
lagsins, J. J. Bíldfell, var falið að skrifa
dr. J. M. Morrow, lækni í Prince Albert,
og biðja hann að rannsaka hag Ingólfs
og heilsufar og láta í ljósi álit sitt á því,
hvað hann teldi að hægt væri að gera
fyrir hann. Undir eins að þingi loknu
skrifaði ritari umræddum lækni og fékk
nokkru síðar það svar frá honum að hann
hefði kynt sér allar kringumstæður og
komist að þeirri niðurstöðu, að Ingólfur
ætti við góða aðhlynningu að búa
og taldi læknirinn það algert óráð að
flytja hann af sjúkrahúsinu. Kom það
og á daginn, að Ingólfur átti eigi langt
eftir ólifað, því að hann lést í maímán-
uði síðastliðnum. Bauðst stjórnarnefnd-