Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 68
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skáldsins á Sandi”, og Guðbrandur
prófessor Jónsson í Vísi 8. júlí:
“Skáldið Guðmundur Friðjónsson á
Sandi”.
III.
Guðmundur Finnbogason varð
bráðkvaddur á Sauðárkróki mánu-
daginn 17. júlí 1944.
Hann hafði farið með Guðmundi
Samúelssyni, húsameistara, norður í
land í fyrirlestraför, og var staddur
á Sauðárkróki hjá kunningjafólki
sínu þar. Var hann glaðvær að vanda
og ræðinn, og kendi sér einskis
meins, þar til alt í einu að hann leið
út af og var þegar örendur.
Útför hans var haldin í Reykjavík
18. júlí með sæmilegri viðhöfn. Guð-
mundur lét eftir sig ekkju, Laufeyju
Vilhjálmsdóttur, merka konu, og
fjögur börn uppkomin: Guðrúnu,
Vilhjálm verkfræðing, Örn og Finn-
boga, sem báðir eru í Mentaskólanum
í Reykjavík.
Frásögn um útförina er í Alþýöu-
blaöinu 25. júlí 1944, en bestu minn-
ingargreinarnar skrifuðu þeir Valtýr
Stefánsson í Morgunblaöinu 23. júlí,
Árni Jónsson (frá Múla?) 24. júlí og
G. G. Hagalín í Alþýöublaöinu 28.
júlí.
Rétt áður en eg frétti lát Guð-
mundar barst mér bréf frá honum
skrifað mánuði áður en hann dó. í
bréfi þessu segir Guðmundur óafvit-
andi lokaþátt sögu sinnar; datt mér
því í hug að senda ekkju hans orð, og
biðja hana leyfis að birta það hér í
Tímaritinu. Leyfið var ljúfmann-
lega veitt, og hér er bréfið:
Reykjavík, 15. júní 1944
Kæri vinur!
Kunningi minn einn lánaði mér i
gær síðasta árgang Tímarits ÞjóÖ-
ræknisfélagsins, sem annars er ekki
enn komið til okkar áskrifenda hér
heima. Þar las eg hina elskulegu
grein þína um mig, og vil eg ekki
draga það, að þakka þér innilega
fyrir hana og alla vinsemd, sem þu
hefir sýnt mér og mínu starfi. Eg
lít nú naumast eins stórt á það og þá
gerir, því að mér finst eg hafa af-
kastað litlu af því, sem eg vildi gert
hafa, og sérstaklega ekki verið maður
til að hrinda svo sem neinu af tillög-
um mínum í framkvæmd, þeim, sem
eg hefi átt til annara að sækja um
fylgi. Þó er eg sáttur við lífið og
þakklátur fyrir það, að eg hefi fengið
að lifa nokkurn veginn samkvæmt
eðli mínu, og veit ekki til að eg eigJ
nokkra verulega óvini, sem mér ekkJ
stendur á sama um. Rétt getur þu
til um það, að mér fanst eg vera að
byrja nýtt líf, er eg fékk lausn í náð
frá embættisstörfum og fékk að eiga
allan minn tíma sjálfur, og ætlaði eg
þá að verja þeim stundum, er eg æR1
eftir, til þess að skrifa um það, sem
mér væri sjálfum hugleiknast, og
helst um heimspekileg efni, og þess
vegna hefi eg verið að losa mig við
öll aukastörf árið, sem leið: Bók-
mentafélagið, Skírni, Mentamálaráð,
Þjóðvinafélagið, o. s. frv. Eg varð
líka að ljúka við kaflann í AlþingjS'
sögunni um Alþingi og Mentamálm
— mitt leiðinlegasta ritverk! Svo
hélt eg einn háskólafyrirlestur tim
“Tímann og eilífðina”, og skrifað'
alllanga ritgerð um skáldskap Einars
Benediktssonar, sem á að koma fram
an við heildarútgáfu af kvæðum hans-