Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 95
TÖFRALYFIÐ PENICILLIN
73
hefir gert kraftaverk sitt, eins og
núorðið á sér svo oft stað.
Marga fleiri sjúkdóma má nefna
°g þá fyrst og fremst sáraígerðir og
gasgangrín, sem svo mikið er af á
styrjaldartímum. Það er ekki vafi
á, að Penicillin, samfara skjótari og
betri læknishjálp, hefir bjargað tug-
um og hundruðum þúsunda manns-
hfa í þessari styrjöld.
Lífhimnubólga, lungnabólga, barns-
fararsótt, og fl. sjúkdómar, sem ár-
lega kröfðust óteljandi mannslífa,
eru nú læknaðir með betri árangri en
nokkurntíma fyr, og þrátt fyrir
þennan undraverða árangur verðum
við að telja Penicillin enn á til-
eaunastigi.
Að síðustu vil eg minnast á tvo
sjúkdóma, sem lengi hafa verið blett-
Ur á mannkyninu, lekandi (Gonor-
rhea) og syfilis. Þessir sjúkdómar,
Sem smita fólk aðeins við samfarir
harla og kvenna, hafa á síðustu öld-
um bæði í Evrópu og Ameríku kraf-
ist meiri mannfórna en báðar heims-
styrjaldirnar. Þar að auki hefir
syfilis gert fleiri menn og konur að
undlegum og líkamlegum aumingj-
Urn, en nokkur annar sjúkdómur, og
°rsakað fjölda glæpaverka um heim
ahan. Þetta eru ekki einu orsakirn-
ar — báðir sjúkdómarnir gera enn
fjölda kvenna og karla ófrjó árlega.
Lekanda er hægt að lækna með
Penicillin í um 100% af tilfellum og
notkun Penicillin, arsenics og ýmissa
kvikasilfursmeðala (mercury) ættu
að ná langt til að eyða syfilis, en
skynsamleg samvinna lækna og al-
mennings er nauðsynleg; en því mið-
ur, vill vera misbrestur á því. Á síð-
asta ári stofnuðu læknar í Banda-
ríkjunum til almenningsfræðslu um
syfilis, en kaþólska kirkjan neitaði
að meðlimir hennar yrðu nokkurrar
fræðslu aðnjótandi um þennan sjúk-
dóm, sem 1943 smitaði milli 5 og
600,000 manns í Bandaríkjunum. —
Meðan svo er ástatt, er ekki von, að
vel fari.
Reglulegar blóðrannsóknir, gerð-
ar á hverjum einstakling ásamt nauð-
synlegri fræðslu um þennan sjúk-
dóm, samfara heimild að lækna þá,
er sýktir eru, gætu með góðri sam-
vinnu allra hugsandi manna þurkað
þennan blett af hinu mentaða þjóð-
félagi á tiltölulega fáum árum.
Eins og áður er getið er Penicillin
enn á tilraunastigi en möguleikarnir
í sambandi við það eru miklir, og nú
rétt nýlega hefir komið fregn um, að
nýtt Penicillin afbrigði hafi þegar
verið fundið. Gagn það, sem Peni-
cillin hefir þegar gert er ómetanlegt.