Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 164
142
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Páll Guðmundsson, 19 atkvæði
“Snæfell’, Churchbridge, Sask.
Kristján Johnson, 19 atkvæði
“Báran”, Mountain, N. Dak.
G. J. Jónasson, 20 atkvæði
Sr. Haraldur Sigmar, 20 atkvæði
A. M. Ásgrímsson, 20 atkvæði
Haraldur Ólafsson, 20 atkvæði
H. F. Hjaltalín, 20 atkvæði
“ísafold”, Riverton, Man.
S. V. Sigurðsson, 20 atkvæði
Árni Brandson, 20 atkvæði
Deildin “Grund”
Sr. E. H. Fáfnis, 10 atkvæði
G. J. Oleson, 10 atkvæði
A. E. Johnson, 10 atkvæði
G. Lambertson, 10 atkvæði
“Esjan”, Árborg, Man.
Dr. S. E. Björnson, 18 atkvæði
Mrs. S. E. Björnson, 18 atkvæði
Mrs. Gunnlaugur Holm, 18 atkvæði
Valdi Jóhannesson, 18 atkvæði
“Gimli”, Gimli, Man.
Dr. Kjartan Johnson, 20 atkvæði
Ólafur Kárdal, 20 atkvæði
Hallgrimur Sigurðsson, 20 atkvæði
Mrs. Hallgrímur Sigurðsson, 20 atkv.
“Brúin”, Selkirk, Man.
Sr. Sigurður Ólafsson, 20 atkvæði
Einar Magnússon, 20 atkvæði
Mrs. G. Isfeld, 20 atkvæði
“island”, Brown, Man.
Þorsteinn J. Gíslason, 12 atkvæði
Jón J. Húnfjörð, 12 atkvæði
“Skjaldborg”, Mikley, Man.
J. K. Johnson, 20 atkvæði.
Auk ofangreindra fulltrúa hafa allir
skuldlausir meðlimir deildarinnar
“Frón” og meðlimir aðalfélagsins at-
kvæðisrétt.
Guðmann Levy
Ólína Pálsson
G. E. Eyford
Á. P. Jóhannsson lagði til, J. J. Hún-
fjörð studdi, að skýrslu kjörbréfanefnd-
arinnar sé veitt móttaka og hún sam-
þykt. Samþykt.
Séra Egill Fáfnis lagði fram og las
svohljóðandi skýrslu frá deildinni
“Grund” í Argyle.
Skýrsla deildarinnar "Grund"
í Argyle-bygð
Það er nokkuð öðruvísi farið með
skýrslu frá okkar deild heldur en skýrsl-
ur annara deilda, sem fram eru lagðar
hér á þinginu. Við höfum ekki frá nein-
um afreksverkum að segja. Deild okkar
er rétt í fæðingunni — rétt nýstofnuð og
því ekki gott ennþá að segja hvert hún
lifir eða deyr. Heiður eða vanheiður
fyrir þessa deildarstofnun eiga þeir dr.
Richard Beek forseti Þjóðræknisfélagsins
fyrst og fremst og hr. J. J. Bíldfell for-
seti Fróns hér í Winnipeg. Þeir heim-
sóttu okkur 20. nóv. s. 1. og á fundi sem
haldinn var I Argyle Hall I bygðinni var
lagður grundvöllur að stofnun deildar-
innar, á þeim fundi flutti Dr. Beck ágætt
erindi og hr. Bíldfell flutti þar einnig
snjalt erindi, báðir eru mennirnir snjall-
ir á ræðupalli, og þótti fólki vænt um
heimsóknina og áhuga þann sem þeir
sýndu.
Tvo fundi hefir deildin haldið síðan,
annan á Brú 28. jan. Var þar deildinni
gefið nafnið “Grund” og nokkrir með-
limir bættust við. Síðari fundurinn var
haldinn á Baldur 16. feb. og bættust enn
nokkrir þá í deildina, svo nú eru um 40
atkvæðisbærir menn innritaðir og
nokkrir unglingar.
Báðir voru þessir fundir góðir og upP'
byggilegir þó ekki mjög fjölmennir, og
áhugi fyrir málefninu virtist allmikilh
þó ekki hafi verið deild i Argyle áður eru
Islendingar þar eins góðir Islendingar
eins og í nokkurri annari bygð, og marg-
ir hafa keypt Þjóðræknisritið og verið
meðlimir á þann hátt og hefir það verið
að aukast með árunum.
íslenskukenslu býst deildin við að
stofnað verði til í Baldur, sem bygðin
mun einnig að nokkru reyna að hag-
nýta sér.
Bygð okkar er allstór og erfitt að ná
saman, en hugsjón okkar er að reyna að
hafa að minsta kosti fjóra fundi á án>
einn fund I hverjum bygðarparti, °S
reyna þá að hafa fundina eins skemti-
lega og uppbyggilega og mögulegt er.
G. J. Oleson, ritari