Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 142
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þessum tímamótum í sögu félagsins
skiljast svo við fræðslumálin, að eg
hvetji eigi til þess, að sem mest rækt
verði við þau lögð, enda þótt það út-
heimti nokkur fjárframlög af félagsins
hálfu. Það fær eigi, hvort sem er, trygt
framhaldsstarfsemi sína betur á annan
hátt, en með því að eignast sem víðtæk-
ust ítök í hugum æskunnar, því að
hennar er framtíðin.
Samvinnumól við ísland
Þjóðræknisfélagið heima á íslandi,
undir ötulli forustu Árna G. Eylands
framkvæmdarstjóra, í samvinnu við
fjölmarga aðra velunnara vora þarlend-
is, hefir með ýmsum hætti sýnt áhuga
sinn fyrir samskiftum við oss og góð-
hug í vorn garð á liðnu ári. Nýlega
gekst félagið t. d. fyrir fjölsóttum og
prýðilegum skemtifundi og bauð þang-
að öllum Vestur-lslendingum, sem til
náðist, en áður hafði það haldið félags-
bróður vorum, Hjálmari Björnsson, versi-
unarfulltrúa Bandarikjastjórnar á ls-
landi, virðulegt kveðjusamsæti. Sami
ræktarhugurinn kom fram í jólakveðju
forseta félagsins til vor, er birt var hér í
íslensku vikublöðunum.
Önnur drjúgum stærri og umfangs-
meiri störf í þágu Vestur-lslendinga og
félags vors hefir Þjóðræknisfélagið á
Islandi þó unnið á árinu. Það átti hlut
að rausnarlegri styrkveitingu Alþingis
til vestur-íslensku vikublaðanna, sem
tilkynt var á lokasamkomu siðasta þjóð-
ræknisþings. Þá er það eigi síður verð-
ugt frásagnar og þakkarvert, að Þjóð.
ræknisfélagið heima safnaði fé og gaf
eitt herbergi (kr. 10,000.00) í hinum
nýja stúdentagarði og ánafnaði það
Vestur-íslendingum, til afnota fyrir
námsmenn að vestan. Ber herbergið
nafnið Nýja-ísland. Siðast en ekki síst
ber að minnast þess með þakklæti, að
félagið hefir unnið hið þarfasta verk með
aukinni útbreiðslu Tímarits vors á ís-
landi, eins og frekar er vikið að í sam-
bandi við frásögn um útgáfu þess.
Af öðrum vináttumerkjum í félagsins
garð heiman um haf, er skylt að nefna
hér og þakka ágæta gjöf frá skáldkon-
unni Huldu (frú Unni S. Bjarklind), er
sendi félagi voru til útbýtingar allmörg
eintök af fögru Islandskvæði eftir sig
ásamt með sönglagi við það eftir Sigurð
Þórðarson söngstjóra. Hefir skáldkonan
áður sýnt góðhug sinn til vor með fagur
yrtum ljóðum í Tímariti voru.
Hið mesta vinarbragð og drengskapar,
sem heimaþjóðin hefir sýnt oss á þessu
afmælisári, er þó koma hins virðulega
og ágæta fulltrúa ríkisstjórnarinnar,
biskups Islands, sem eg gat um í byrjun
máls míns. — Verður það virðingarmerki
og vinsemdar seint fullþakkað, og eigi
með orðum einum, heldur með fram-
haldandi og frjósömu þjóðræknisstarfi-
Fátt kemur hins vegar til framtals í
samvinnumálunum frá vorri hlið á ár-
inu. Þó skal þess getið, að sem ofurlít-
inn vinsemdarvott og þakklætis sendi
félag vort Þjóðræknisfélaginu á Islandi
eanadiska, breska og ameríska borðfána
úr silki til afnota við meiriháttar tæki-
færi, og er oss tjáð, að þeir hafi verið
þakksamlega þegnir og þegar að nokkr-
um notum komið. En þó hér sé um lítil'
ræði að tala, eru borðflögg þessi ágæt
táknmynd íslenskra þjóðræknissam-
taka, er skjól eiga undir merkjum hinna
miklu lýðrikja, sem hér er um að ræða,
og brúa hið breiða haf milli heimaþjóð-
arinnar og vor æ traustari bræðrabönd-
um.
Eigi vildum vér heldur láta 25 ára
afmæli fullveldis Islands fara þegjanch
fram hjá oss. — Sendi eg því i nafni fe;
lags vors ríkistjóra Islands svohljóðandi
samfagnaðarskeyti: “Sendum heima
þjóðinni hugheilar afmæliskveðjur.
Þjóðræknisfélagið.” Svaraði ríkisstjón
með svohljóðandi skeyti: “Alúðarþakki'-
— Kveðjur til Þjóðræknisfélagsins.”
Þá varð eg fyrir nokkru síðan við til
mælum frá Upplýsingaskrifstofu Banda
ríkjanna í New York (Office of War Im
formation) um að tala á hljómþlötu
varp til íslensku þjóðarinnar, er va
kveðja til hennar og lýsing á starfi e
lags vors. Hefir dr. Edvard Thorla a
son, formaður íslandsdeildar umræ
ar skrifstofu, nýlega tjáð mér, að >
nefndu ávarpi hafi verið víðvarpa