Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 76
54
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í svörtum kufli, með hött síðan —
gengur hægt — staðnæmist frammi
fyrir Goðmundi).
Síðhöttur (tekur blikandi öxi und-
an kuflinum) : Mál er nú komið að
eg greiði þér fult verð. Þetta er
vopnið góða sem þú seldir mér í
hendur. Eg hef aldrei þurft á því
að halda fyrr. (Reiðir öxina í háa
loft og klýfur Goðmund í herðar nið-
ur — fer út, óhindraður af öllum).
Goðmundur (eins og ekkert hefði
ískorist) : Meira öl, félagar! Látum
okkur drekka og njóta lífsins. Sendið
inn hingað hljóðfæramenn og dans-
meyjar. Þið ættuð að sjá þær ber-
bökuðu sem eg hafði heim með mér í
síðustu ferðinni.
Rauður: Ætlarðu að þola þessa
skapraun?
Goðmundur (önugur): Þessa skap-
raun? Hvaða skapraun? Ó-já, eg
veit við hvað þú átt. Sendið þið út
menn á eftir honum tafarlaust. Segið
að eg krefjist þess að hann biðji af-
sökunar. (Varðmennirnir fara). —
Sumar þeirra voru giftar. Eg nenti
ekki að farga eiginmönnum þeirra,
lofaði þeim að lifa til að sjá eftir
konum sínum. Eg lofaði þeim að eg
skyldi sjá svo um að þær hefðu ekki
ástæðu til að harma þá — það voru
mín huggunarorð og síðustu kveðjur.
(Varðmennirnir koma til baka).
Annar varðmaður: Óvinirnir eru
nú að fylkja liði ekki alllangt frá
höllinni.
Fyrsti varðmaður: Hann neitar að
biðja afsökunar.
Goðmundur (æstur) : Slík ósvífni!
Farðu út og segðu honum að hjá því
verði ekki komist að líta á tilræði
hans sem persónulega árás og móðg-
un. (Annar varðmaður dregur hlera
fyrir gluggann. Það gerir hálfdimt
í hallarsalnum). Hvað er nú?
Fyrsti varðmaður: Vegna þess að
voði er fyrir dyrum og engir að gæta
dyranna, létum við læsa þeim.
Goðmundur: En hvað er um dyra-
verðina? Eg þykist nú skilja. Síð-
höttur sá hefir drepið mína trúlyndu
dyraverði og þess vegna komist inn.
Fyrsti varðmaður: Nei. Dyraverð-
irnir reyndust ótrúir.
Goðmundur (ógurlegur): Þrælarn-
ir! Sendið þá fyrir minn dóm.
Fyrsti varðmaður: Þeir eru gengn-
ir í lið með óvinunum; þeim hefir
verið blásið í brjóst að héðan af væri
það eini vegurinn til að halda lífi-
(Hirðmenn, vinir og vildarmenn
ókyrrast, en almúginn stendur enn i
sömu sporum).
Goðmundur (blíður) : Verið róleg'
ir drengir, ekki er ástæða til að ótt-
ast, þó einn kögursveinn hafi komist
inn og farið aftur svo-búinn.
Að utan heyrist hávaði sem af
jöfnu fótataki margra manna, er
nálgast.
Fyrsti vildarmaður (óttasleginn) •
Mér dettur ekki í hug að gera Htiö
úr vernd þinni herra, enginn kann að
meta hana meira en eg, en aðal hásk-
inn er fólginn í því, að óvinir þín‘r
leggi eld að höllinni og brenni okkur
alla inni.
Rauður (við Goðmund) : Þú mund
ir sleppa vel ef þeir gengju að því a1-*
fá alt gullið, sem þú átt í jörðu graf
ið, gegn því að þeir létu þig sjálfan
óáreittan.
Goðmundur (hróðugur): GúlH^