Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
82
Þá þarf og svo um hnútana að búa,
að málfræði og bókmentadeild há-
skólans, að minsta kosti, líði aldrei
þröng; og skaðar ekki, að minna ís-
lenska auðmenn á, hvar í heimi sem
þeir búa, að styðja íslenska ríkið svo
með ríflegum fjárframlögum, að há-
skólinn neyðist aldrei til að draga inn
hornin á þeim sviðum.
Að sjálfsögðu stendur háskólinn
nú þegar í sambandi við aðrar sams-
konar mentastofnanir annara landa,
með mannaskiftum og áframhalds
námi stúdenta. En það þarf að auk-
ast. Útbreiðslustarfið þarf að vera
þess eðlis, að íslenskri tungu og
fræðum verði meiri gaumur gefinn.
Það er, til dæmis, naumast vansa-
laust, að enginn háskóli í Canada
skuli enn hafa bætt forn-norrænu eða
íslensku inn í tungumáladeildir sín-
ar. f betri háskólum Evrópu og all-
mörgum háskólum Bandaríkjanna er
þessi fræðigrein talin sjálfsögð og
nauðsynleg. Hafa vitanlega oft ís-
lendingar skipað þar kennara stól og
gjöra það enn. Við þrjár slíkar stofn-
anir sunnan landamæranna eru ís-
lendingar í prófessors sæti. Þeir
þyrftu að vera margfalt fleiri.
Þessum þremur mönnum vildi eg
tileinka fyrirsögn þessa greinarstúfs,
enda þótt aðeins eins þeirra verði
minst að þessu sinni. Áður hefir
Tímaritið birt mynd af og greinar-
gjörð um hinn elsta þeirra, hinn al-
kunna fræðimann Halldór Hermanns-
son, prófessor við Cornell háskólann
og vörð hins mikla Fiske-bókasafns.
Lesendur Tímaritsins þekkja hann,
xneðal annars, af hinum ágætu rit-
gjörðum hans, er í því hafa birtst
á ýmsum tímum. Vísa eg og til grein-
ar um hann í 23. árg. þessa rits eftir
forseta félags vors, dr. Richard Beck.
Hinir tveir eru þeir jafnaldrarnir
dr. Richard Beck, prófessor við ríkis-
háskólann í Norður-Dakota og dr.
Stefán Einarsson, prófessor í nor-
rænum fræðum við Johns Hopkins
háskólann í Baltimore í Maryland-
ríkinu.
Dr. Beck fékk að vísu undirbún-
ingsfræðslu sína heima í föðurland-
inu, en skömmu eftir hina fyrri
heimsstyrjöld kom hann hingað vest-
ur, og hefir áframhalds námsferill
hans legið hér vestra — einkum við
Cornell háskólann — og þar varði
hann doktors ritgjörð sína.
Dr. Stefán er beinn kvistur af há-
skólameiði íslands, og þaðan er von-
andi að fylkist í framtíðinni útverð-
irnir, sem tendra og halda logandi
blysi íslensk-norrænnar menningar
um allan hinn mentaða heim.
II.
Eg vona, að hvorki dr. Stefán
Einarsson né lesendur Tímaritsins
hneykslist, þótt eg skýri lítið eitt frá
ætterni og starfsferli hans, þótt hann
sé enn hvorki ellihrumur né til mold-
ar genginn. En eins og flestir vita.
og sjá má af myndinni, er maðurinn
enn á besta skeiði, fullur af eldleguna
áhuga og starfsmagni þroskaðs
hreystimennis.
Stefán Einarsson er fæddur 9. jún-
1887 að Höskuldsstöðum í Breiðdal í
Suður-Múlasýslu. Foreldrar hano
voru merkisbóndinn Einar Gunn-
laugsson, af góðum Breiðdaelskum
bændaættum, og Margrét Jónsdóttir.
kona hans; nú bæði dáin. Margrét
var dóttir séra Jóns Jónssonar prests
að Klyppstað í Loðmundarfirði °8
Kirkjubæ í Hróarstungu. Hann var