Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
24
Lýðveldishátíðina, því glögt vitni.
Hún var fjölbreytt mjög, því að þar
gat að líta margvísleg málverk, vatns-
litamyndir, teikningar og höggmynd-
ir, og sýndi hún ótvírætt, að íslenska
þjóðin á mörgum gáfuðum og snjöll-
um listamönnum á að skipa, eldri og
yngri, og prýddu eigi allfáar konur
þann hóp á sýningunni. En alls gat
að líta 74 listaverk eftir 28 málara og
myndhöggvara á sýningu þessari. —
Jafnhliða því, sem eg skoðaði þessa
eftirtektarverðu og fjölskrúðugu
listasýningu, gerði eg mér einnig
sérstaka ferð í “Hnitbjörg” og átti
þar ástúðlegum viðtökum að fagna
hjá hinum sjötuga snilling, Einari
Jónssyni, er þar heldur enn áfram ao
skapa frumleg og stórbrotin lista-
verk, sem enginn fslendingur í kynn-
isför til ættjarðarinnar má láta fara
fram hjá sér.
Og þegar minst er á íslenskar list-
ir og listamenn, er það sannarlega
ánægjulegt til frásagnar, hvert kapp
menn leggja á það að prýða heimili
sín með málverkum, en þess sá eg
mörg merki, og ber það sannarlega
menningarbrag þjóðarinnar fagurt
vitni.
Þá þótti mér sérstaklega merkileg
og verður minnisstæð mjög sögulega
sýningin í Mentaskólanum, sem hald-
in var einnig í sambandi við Lýð-
veldishátíðina, eins og fyr er vikið
að, og fór framúrskarandi vel á því.
Var sýning þessi í níu deildum og
veitti mjög gott heildaryfirlit yfir
sögu hinnar íslensku þjóðar frá byrj-
un vega hennar og fram á þennan
dag.
Fyrsta deildin fjallaði um bygg-
ingu fslands og upphaf allsherjar-
ríkis; önnur deildin um þjóðveldis-
tímabilið 930—1262; hin þriðja utn
landafundi og langferðir; sú fjórða
um miðaldir íslands (1262—1550).
viðnám landsmanna gegn erlendu
valdi, en hin fimta um niðurlæging-
ar-tímabilið í sögu íslendinga (1550
—1787), þangað til verslunareinok-
uninni var létt af. Sjötta deildin,
“Dagrenning”, fjallaði, eins og nafn-
ið bendir til, um endurreisnartíma-
bilið fram að Þjóðfundinum 1851, sú
sjöunda var, eins og vera bar, sér-
staklega helguð Jóni Sigurðssyni fur'
seta, lífi hans og starfi, hin áttunda
lýsti sjálfstæðisbaráttunni frá 18/4.
og níunda deildin sýndi framfarir
þjóðarinnar síðan íslendingar fóru að
fá vald yfir málum sínum 1874. Voru
línurit, teikningar og ljósmyndir ti!
skýringar hinum miklu framförum.
sem orðið hafa á umræddu tímabih-
Ýmsir íslenskir málarar og teikn-
arar höfðu gert myndir af söguleg'
um viðburðum fyrir sýninguna, °S
bar þar mest á hinni ófullgerðu mynd
Gunnlaugs Blöndal, listmálara,
Þjóðfundinum 1851, og mun mörgun1
leika hugur á að sjá hana fullgerða-
Eigi var gengið fram hjá Vestur'
íslendingum á sýningu þessari, þv|
að þeim var tileinkaður nokkur hluri
deildarinnar um landafundi og lang'
ferðir; voru þar kort yfir íslend
ingabygðir vestan hafs, myndir ur
lífi Vestur-íslendinga og af þeirn
Stepháni G. Stephánsson og dr. Vil
hjálmi Stefánsson.
Þessi sýning úr frelsis- og menn
ingarbaráttu hinnar íslensku þjóöa^
sýndi það deginum ljósar, að Dav1
skáld Stefánsson hafði rétt að mada
þegar hann komst svo að orði um
hana: “Og hennar líf er eilíft kraft3
verk”. Á þessari menningarlegu °S