Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 153
ÞINGTÍÐINDI
131
Ársfréttir deildarinnar "Iðunn"
að Leslie, Sask.
Deildin Iðunn hefir eins og að undan-
förnu reynt að halda við horfið, og stuðl-
að eftir mætti að öllum þeim málum, er
i þjóðræknisáttina miða. Aðal starfið
felst í að viðhalda og auka bókasafnið,
°g enn hefir verið bætt við nokkrum
nýjum bókum á árinu, alt sem gjaldþol
öeildarinnar gat borið.
Skemtisamkoma var haldin undir um-
sjón deildarinnar 13. júlí s. 1. Aðdrátt-
arafl og uppistaða samkomunnar, var
koma forseta Þjóðræknisfélagsins, dr.
R- Beck. Fyrir utan það að flytja snjalla
ræðu á samkomunni, heimsótti hann
allmarga íslendinga í bygðinni, sem
gerði komu hans til okkar, margfalt á-
hrifa- og ánægjumeiri.
Persónuleg viðkynning við dr. Beck
skapar djúpstæða vináttukend og hlýjar
eridurminningar. Komur hans í þessa
býgð og aðrar hafa þvi orðið þjóðrækn-
'smálum vorum ómetandi gróði. Er von-
ahdi að Þjóðræknisfélagið sjái sér fært í
framtíðinni að halda uppi árlegum
heimsóknum til deildanna, “þó það verði
ei bví til fjár, þá er það altaf gaman.”
Samkoma deildarinnar var mjög vel
Sett, miðað við þá íslensku höfðatölu,
Sem hér er um að ræða.
^feðlimatala hefir haldist nokkurn
Veginn sú sama, og bækur deildarinnar
Verið vel lesnar.
Skýrsla fjárhirðis sýnir að inntektir,
að viðlögðum fyrra árs sjóði voru alls
S60.39. Otgjöld á árinu $23.77. 1 sjóði
hjá féhirði um áramót $36.62.
Deildin sendir alúðaróskir til þingsins
°g minnist með þakklæti aldarfjórðungs
starfs Þjóðræknisfélagsins, og óskar því
atlra heilla í framtíð.
Leslie, Sask., 19. feb. 1944.
_ R. Árnason, ritari
E.s_
Ur fjarlægð minn hugur á fund ykkar
snýr,
ar fagurt þið syngið.
n heima er eg bundinn við kindur og
O kýr
kemst ekki á þingið. — R. Á.
1 sambandi við þá skýrslu flutti Páll
Guðmundsson ítarlega ræðu um horfur
þjóðræknismálanna í sínu héraði og
þátttöku manna í þeim.
Tillaga frá Á. P. Jóhannssyni og Sig-
urði Jónssyni, að skýrslunni sé veitt
móttaka. Samþykt.
Skýrsla þjóðrœknisdeildarinnar "ísland"
að Brown, Man„ 16. feb. 1944.
Aðeins þrir reglulegir fundir voru
haldnir á árinu sem leið, 1943, og er það
stórkostleg afturför hvað fundarhöldum
deildarinnar viðkemur. Vel voru samt
þessir fundir sóttir, og áhugi meðlima
fyrir félagsmálum engu minni en verið
hefir.
Það er svo erfitt að koma við fundar-
höldum nú á dögum, vegna Rauðakross
funda sem oft eru haldnir og annara
starfa í þágu stríðssóknarinnar, sem
sjálfsagt er að hlynna að eftir mætti.
Af deildarmiðlimum eru nú 25 í aðal
Þjóðræknisfélaginu og borga ársgjöld
sín til þess, en auk þess tilheyra heima-
deildinni svo að segja allir islendingar
í þessari litlu bygð, eins og að undan-
förnu, og eru samskot tekin af og til og
þannig hefst upp kostnaður við heima-
starf deildarinnar.
Vinsamlegast,
Thorsteinn J. Gislason
Þegar hér var komið skýrslulestrinum
var kl. orðin 3.10 e. h. Var fundi þá
frestað samkvæmt tillögu Á. p. Jóhanns-
sonar og Dr. S. E. Björnssonar, það eð
ákveðið hafði verið að biskup flytti er-
indi sitt kl. 3.15.
Kl. 3.15 var fundi aftur haldið áfram
með því að allir sungu “O Canada” og
það sem eftir var dags helgað ávarpi
ríkisstjóra Islands, er sent hafði verið
vestur með Sigurgeiri biskup og var
skráð á hljómplötu. Ávarpi biskups
sjálfs og öðrum kveðjum að heiman og
annarstaðar frá.
Hlustaði fólk fyrst á ávarp ríkisstjóra,
sem var vingjarnlegt og hlýtt eins og
vænta mátti frá þeim manni. Að þvi
búnu hlustuðu menn á lagið ógleyman-