Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 137
ÞINGTÍÐINDI
115
murm heiðursrúm skipa i sögu þess.
Rik verður oss einnig i hug minningin
um hinn ágæta samherja, Árna Eggerts-
son, er öllum öðrum lengur hafði átt
sæti í framkvæmdarnefnd vorri, er hann
féll að velli. Ógleymdir eru oss einnig
hinir mörgu aðrir góðu samstarfs og
stuðningsmenn og konur, er búa hinstu
hviiu í skauti jarðar, en eigi eru tök á
að nefna með nafni. Um nöfn þeirra
má þó með sanni segja, að “þjóðin mun
Þau annarsstaðar finna”, því að þau eru
skráð á söguspjöldum félags vors, í fé-
lagatali þess og þingtíðindum, og þó enn
óetur og varanlegar í þakklátum hugum
samferðamannanna.
Sæmir oss jafnframt að minnast þeirra
félagssystkina, sem látist hafa á síðasta
starísári. — Meðan þjóðræknisþingið
stóð j-fir í fyrra, lést séra Guðmundur
Árnason, sem komið hafði við sögu fé-
fags vors frá byrjun; hann var ritari
hndirbúningsnefndarinnar að stofnun fé-
fagsins og einnig ritari stofnþings þess,
°g hafði æ síðan reynst oss hinn ágæt-
asti starfsbróðir og stuðningsmaður, og
einhver hinn allra nýtasti maður á þing-
hm félagsins. Er oss því mikill söknuður
að honum, eins og vara-forseti félags
v°rs, séra Valdimar J. Eylands, tók rétti-
lega og fagurlega fram í minningárorð-
Ulh í nafni félags vors við jarðarför
hans. Stuttu eftir þingið lést Bjarni
'-’alman, kaupmaður í Selkirk, sem um
skeið átti sæti í stjórnarnefnd félags
v°rs, verið félagsmaður þess og velunn-
ari frá byrjun og setið fjölda mörg þing
þess. Aðrir félagsmenn og konur, sem
^átist hafa á árinu, eru þessi, samkvæmt
uPplýsingum frá Guðmann Levy, fjár-
^aálaritara: Dr. Magnús B. Halldórsson,
)vinnipeg; Eysteinn Árnason, skólastjóri
1 Riverton og um eitt skeið forseti þjóð-
r®knisdeildarinnar þar; Mrs. Guðrún
Bíörnsson, Riverton; Árni Magnússon,
^allson, N. Dak.; Sveinn G. Northfield,
-vl°untain, N. Dak.; Kristín Hinriksson,
Churchbridge, Sask.; Guðrún Mýrmann,
vinnipeg; Fanney Blöndahl, Winnipeg;
'Unnar Helgason, Hnausa; Björg Thor-
^einsson, Selkirk; Kristján Stefánsson,
^innipeg; Ingi Stefánsson, Winnipeg:
Bjarni Thorsteinsson, Winnipeg; Mál-
fríður Eastman, Grafton, N. Dak.; Þor-
steinn J. Gauti, Wynyard, Sask.; Árni
Thorfinnson, Mountain; Jón Jónsson,
Riverton og Lilja Freeman, Cavalier, N.
Dak.
Er með fráfalli þeirra stórt skarð
höggvið í starfslið vort og íslenskt fé-
lagslíf í landi hér. Af heilum huga
þökkum vér þeim trúmenskuna og stuðn-
inginn við félagsmál vor og vottum
skyldmennum þeirra innilega samúð
vora.
★
Römm er sú taug,
sem rekka dregur
föðurtúna til.
Óvíða hafa þau spöku orð sannast bet-
ur en á íslendingum í Vesturheimi; ætt-
jarðar- og átthagaást þeirra hefir fund-
ið sér framrás í fögrum og tilfinninga-
heitum kvæðum og sögum. Og sú ást er
eigi siður ljósu letri skráð í þjóðræknis-
baráttu þeirra, sem nú á sér 70 ár að
baki, því að segja má, að hún sé jafn-
aldra meginlandnámi þeirra hér í álfu.
Verða rætur hennar raktar til hinna
söguríku þjóðminningarhátiðar íslend-
inga í Milwaukee, 2. ágúst 1874, fyrstu
slíkrar hátiðar og íslenskrar guðsþjón-
ustu vestan hafs, samhliða stofnun
fyrsta Islendingafélags í landi hér sam-
tímis. Hugsjón þeirrar þjóðernis- og
þjóðræktarhreyfingar verður aldrei færð
í kröftugri eða markvissari orðabúning
heldur en séra Jón Bjarnason gerði í
máttugri hátíðaprédikun sinni við það
tækifæri, og þó aðstæðurnar séu breytt-
ar, á sú lögeggjan enn brýnt erindi til
vor: “Hver, sem gleymir ættjörðu sinni
eða þykist yfir það hafinn, að varðveita
það af þjóðerni sínu, sem gott er og
guðdómlegt, af þeirri ástæðu að hann
er staddur í framandi landi og leitar sér
þar lífsviðurværis, það gengur næst því
að hann gleymi guði. Það er stutt stig
og fljótstigið frá því að kasta þjóðerni
sínu til þess að kasta feðratrú sinni.”
Eins og fleiri vitrum mönnum, skild-
ist séra Jóni það, að mjótt er milli þjóð-
rækni og trúrækni, eða eins og Davíð