Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Blaðsíða 40
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nefndar, dr. Alexander Jóhannesson
prófessor, ávarpaði gestina og bauð
þá velkomna, en þvínæst flutti Ólaf-
ur Lárusson prófessor mjög fróðlegt
og vel samið erindi um sýninguna,
en hann hafði annast undirbúning
hennar ásamt með þeim dr. Einari Ól.
Sveinssyni, Einari Olgeirssyni al-
þingismanni og Guðlaugi Rósin-
krans yfirkennara. Var sýningin síð-
an opin lengi fram eftir sumri og
sótti hana fjöldi fólks, enda var það
hin ágætasta skólaganga í sögu lands-
ins að ganga um sýningarherbergin.
Nokkru síðar um daginn hófst
íþróttamótið á íþróttavellinum, að
viðstöddu fjölmenni, og fluttu þar
skörulegar ræður þeir Benedikt G.
Waage, forseti íþróttasambands ís-
lands, og Bjarni Benediktsson borg-
arstjóri Reykjavíkur, en út á völlinn
höfðu íþróttamenn úr mörgum félög-
um gengið í glæsilegri skrúðgöngu.
Fóru þar síðan fram tilkomumiklar
fimleikasýningar, en eigi lauk mót-
inu þó fyr en seinna í vikunni.
Um kvöldið hélt ríkisstjórnin mjög
virðulega og fjölmenna veislu að
Hotel Borg, sem forsætisráðherra dr.
Björn Þórðarson stjórnaði, en þessir
aðrir fluttu þar ræður: Forseti sam-
einaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, sem
mælti fyrir minni Forseta Islands,
Sveins Björnssonar, forseti íslands,
sem mintist fósturjarðarinnar, Vil-
hjálmur Þór utanríkisráðherra, sem
ávarpaði erlenda gesti, og sendiherra
Bandaríkjanna, sem svaraði af hálfu
erlendu sendiherranna. Var ræðum
þessum útvarpað, og sama máli
gegndi að sjálfsögðu um öll önnur
meginatriði hátíðahaldanna báða dag-
ana, og gerði það fólki um land alt
fært að fylgjast með aðalhátíðinni á
Þingvöllum og í Reykjavík. Er því
auðsætt, að þáttur útvarpsins í há-
tíðahöldunum var bæði víðtækur og
mikilvægur.
En þegar litið er á þessi sögulegu
og merkilegu hátíðarhöld íslensku
þjóðarinnar í heild sinni, verður eigi
annað sagt, en að þau hafi tekist
prýðilega og orðið þjóðinni og öllum
hlutaðeigendum til sóma, ekki síst
þegar tillit er tekið til þess, hversu
aðstæðurnar voru að ýmsu leyti erf-
iðar, og tíminn til undirbúnings
naumur, því að þjóðhátíðarnefndin
var eigi skipuð fyr en 10. mars síðast-
liðinn. í henni áttu sæti, auk for-
mannsins, dr. Alexander Jóhannes-
sonar prófessors, þeir Ásgeir Ásgeirs-
son, bankastjóri, vara-formaður, Ein-
ar Olgeirsson, alþingismaður, ritari,
Guðlaugur Rósinkrans yfirkennari
og Jóhann Hafstein, lögfræðingur-
En vitanlega áttu margir aðrir, karl-
ar og konur, þar góðan hlut að máli.
þó að eigi verði það hér rakið. Þessi
hátíð varð þjóöhátíð í sönnustu merk-
ingu orðsins vegna þess fagra ein-
drægnisanda, sem ríkti yfir henni.'
þessvegna er hún rituð óafmáanlegu
letri á minnisspjöld manna og í sögu
þjóðarinnar.
Vegleg og fjölsótt hátíðahöld í til*
efni af lýðveldisstofnuninni f°rU
einnig fram mjög víða um landið þ-
17. og 18. júní, meðal annars
Rafnseyri, fæðingarstað Jóns Sig"
urðssonar, þ. 17. júní, og flutti dr.
Sigurður Nordal prófessor þar aðal-
ræðuna, sem þótti hin snjallasta-
Veður var gott á Norður- og Austur
landi hátíðardagana, og gerði það vit
anlega sitt til þess að gera hátíða
höldin sem ánægjulegust. Auk þess
voru hátíðahöld, beint eða óbeint