Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 36
18 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA bjó til prentunar, og fyrr er vikið að, og Úrvalsljóð (1946), er Þorsteinn skáld Gíslason hafði safnað til. Hannes Hafstein var, eins og al- kunnugt er, einn af fjórum íslenzk- um stúdentum í Kaupmannahöfn, sem hófu útgáfu ársritsins Verðandi (1882), með það fyrir augum að kynna löndum sínum Raunsæis- stefnuna (Realismann), en þeir höfðu kynnzt henni og komizt undir áhrif hennar, og höfuðformælanda henn- ar, Georgs Brandes, á skólaárunum í Kaupmannahöfn. Fjórmenningarn- ir, sem stóðu að útgáfu þessa merka tímamótarits í íslenzkri bókmennta- sögu, voru, auk Hannesar Hafsteins, Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjör- leifsson (Kvaran) og Gestur Pálsson. Hér verður aðeins vikið að hlutdeild Hannesar í ritinu, en kvæði hans þar bera því órækt vitni, hve hann var á þeim árum ótrauður formæl- andi hinnar nýju stefnu í bók- menntum og þjóðfélagsmálum. Vöktu þau kvæði hans einnig víð- tæka athygli og sýndu, að þar var að verki skáld gætt óvenjulegri ljóð- gáfu. En þrátt fyrir það, að Verð- andi vakti verðskuldaða eftirtekt og honum væri vel tekið af mörgum, varð hann eigi langlífur, og kom aðeins út einn árgangur hans. En Hannes var einnig einn af aðalstuðn- ingsmönnum mánaðarritsins Heim- dalls, er hóf göngu sína í Kaup- mannahöfn 1884, og lýsir þar sér eigi síður fylgi hans við Raunsæis- stefnuna, ekki sízt í kvæðum hans í því riti, svo sem „Strikum yfir stóru orðin“ og „Sannleikurinn og kirkjan", sem eru beint í anda Raun- sæisstefnunnar. Hann hafði nú kynnzt Brandes persónulega og skrifaði um hann vinsamlega og skilningsríka grein í Heimdalli, og þýddi kafla úr hinum frægu Höfuð- síraumum hans. í ritinu eru einnig þýðingar Hannesar á kvæðum eftir Hinrik Ibsen, meðal annars kvæði hans til byltingamannsins. Eftir að hann hvarf heim til ís- lands að loknu háskólanámi, hélt Hannes Hafstein áfram að vera skel- eggur formælandi Raunsæisstefn- unnar, og um annað fram með fyrir- lestri þeim um „Ástand íslenzks skáldskapar nú tímum“, er hann flutti í Reykjavík í ársbyrjun 1888. Taldi hann íslenzkan samtíðarskáld- skap vera í afturför, gagnrýndi hann fyrir úrelt yrkisefni, og taldi hann ekki vera í nógum tengslum við samtíðina og þróun hennar í stjórn- málum og þjóðlífi. Hér eru það hreinræktaðar kenningar Raunsæis- stefnunnar, sem efstar eru á baugi og undiraldan, en samkvæmt þeim kenningum átti aðaltakmark bók- menntanna að vera það: að rökræða vandamálin og kryfja þau til mergj- ar. Svo kvað hér við nýjan tón, að þessi fyrirlestur Hannesar vakti, að vonum, bæði umræður og blaðadeil- ur. Meðal annarra hóf Benedikt Gröndal skáld upp sverð sitt til varnar rómantísku stefnunni og hin- um eldri þjóðskáldum í kröftugum fyrirlestri og skádinu líkum um fjörspretti, fyndni og andans flug- Er þessi bókmenntadeila athygliS' verður þáttur í sögu íslenzkra bók- mennta. Flest af kvæðum Hannesar Haf- steins voru ort á fyrri hluta ®vl hans, því á seinni árum, er stjorn- málin og embættisstörfin tóku upp mestan tíma hans, gafst honum W'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.