Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 36
18
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bjó til prentunar, og fyrr er vikið
að, og Úrvalsljóð (1946), er Þorsteinn
skáld Gíslason hafði safnað til.
Hannes Hafstein var, eins og al-
kunnugt er, einn af fjórum íslenzk-
um stúdentum í Kaupmannahöfn,
sem hófu útgáfu ársritsins Verðandi
(1882), með það fyrir augum að
kynna löndum sínum Raunsæis-
stefnuna (Realismann), en þeir höfðu
kynnzt henni og komizt undir áhrif
hennar, og höfuðformælanda henn-
ar, Georgs Brandes, á skólaárunum
í Kaupmannahöfn. Fjórmenningarn-
ir, sem stóðu að útgáfu þessa merka
tímamótarits í íslenzkri bókmennta-
sögu, voru, auk Hannesar Hafsteins,
Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjör-
leifsson (Kvaran) og Gestur Pálsson.
Hér verður aðeins vikið að hlutdeild
Hannesar í ritinu, en kvæði hans
þar bera því órækt vitni, hve hann
var á þeim árum ótrauður formæl-
andi hinnar nýju stefnu í bók-
menntum og þjóðfélagsmálum.
Vöktu þau kvæði hans einnig víð-
tæka athygli og sýndu, að þar var
að verki skáld gætt óvenjulegri ljóð-
gáfu. En þrátt fyrir það, að Verð-
andi vakti verðskuldaða eftirtekt og
honum væri vel tekið af mörgum,
varð hann eigi langlífur, og kom
aðeins út einn árgangur hans. En
Hannes var einnig einn af aðalstuðn-
ingsmönnum mánaðarritsins Heim-
dalls, er hóf göngu sína í Kaup-
mannahöfn 1884, og lýsir þar sér
eigi síður fylgi hans við Raunsæis-
stefnuna, ekki sízt í kvæðum hans
í því riti, svo sem „Strikum yfir
stóru orðin“ og „Sannleikurinn og
kirkjan", sem eru beint í anda Raun-
sæisstefnunnar. Hann hafði nú
kynnzt Brandes persónulega og
skrifaði um hann vinsamlega og
skilningsríka grein í Heimdalli, og
þýddi kafla úr hinum frægu Höfuð-
síraumum hans. í ritinu eru einnig
þýðingar Hannesar á kvæðum eftir
Hinrik Ibsen, meðal annars kvæði
hans til byltingamannsins.
Eftir að hann hvarf heim til ís-
lands að loknu háskólanámi, hélt
Hannes Hafstein áfram að vera skel-
eggur formælandi Raunsæisstefn-
unnar, og um annað fram með fyrir-
lestri þeim um „Ástand íslenzks
skáldskapar nú tímum“, er hann
flutti í Reykjavík í ársbyrjun 1888.
Taldi hann íslenzkan samtíðarskáld-
skap vera í afturför, gagnrýndi hann
fyrir úrelt yrkisefni, og taldi hann
ekki vera í nógum tengslum við
samtíðina og þróun hennar í stjórn-
málum og þjóðlífi. Hér eru það
hreinræktaðar kenningar Raunsæis-
stefnunnar, sem efstar eru á baugi
og undiraldan, en samkvæmt þeim
kenningum átti aðaltakmark bók-
menntanna að vera það: að rökræða
vandamálin og kryfja þau til mergj-
ar. Svo kvað hér við nýjan tón, að
þessi fyrirlestur Hannesar vakti, að
vonum, bæði umræður og blaðadeil-
ur. Meðal annarra hóf Benedikt
Gröndal skáld upp sverð sitt til
varnar rómantísku stefnunni og hin-
um eldri þjóðskáldum í kröftugum
fyrirlestri og skádinu líkum um
fjörspretti, fyndni og andans flug-
Er þessi bókmenntadeila athygliS'
verður þáttur í sögu íslenzkra bók-
mennta.
Flest af kvæðum Hannesar Haf-
steins voru ort á fyrri hluta ®vl
hans, því á seinni árum, er stjorn-
málin og embættisstörfin tóku upp
mestan tíma hans, gafst honum W'