Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
slitum um hvað prenta skuli og
hverju sé stungið undir stól af verk-
um lifandi eða dáinna höfunda. Ekki
er ég að væna þessa presta, sem
báðir eru góðgjarnir og vitrir menn,
um óhæfilega misbrúkun á valdi
sínu í vali, en þegar kemur til stytt-
inga og breytinga, þá gengur það
næst ritfölsun. Minnir það á Hóla-
biskupinn, sem frægur er fyrir það
eitt að breyta ýmsum versum Pass-
íusálmanna, að því er hann hélt, til
batnaðar.
Þá er nú áskrifendaskráin, sem
prentuð er fremst í bókinni. Sagt er,
að hún sé sett þar í heiðursskyni við
höfundinn. Ef svo er, hvað mega þá
hinir hugsa, sem kaupa bókina í
lausasölu? Sýna þeir höfundinum
ekki eins mikla virðingu og hinir
skrásettu? Fjarri sé það mér að
væna þess, að nokkrum hafi verið
ögrað eða þrýst til að gerast áskrif-
andi, en svo gæti þó farið, ef þetta
yrði að tízku. Ég þori að fullyrða,
að 98 af hverju hundraði hefðu held-
ur kosið eina eða fleiri greinir í bók-
inni á þessum sextán síðum, sem
þarna er eytt til l'ítils annars gagns,
en að sjá nafnið sitt þar á prenti.
G. J.
Anthology of Modern Icelandic
Liierature, I-II 419 blaðsíður. Com-
piled and edited by Loftur Bjarna-
son, Professor of Liierature U.S.
Naval Postgraduate School Mon-
terey, California.
Þetta eru tveir allstórir fjölritaðir
bæklingar í stóru broti og hafa að
geyma enskar þýðingar á íslenzkum
smásögum, kvæðum og leikritum.
Auk þess er þar að finna nokkrar
ritgerðir á ensku um íslenzk efni.
Prófessor Loftur Bjarnason hefir
hér unnið þarft verk. Það er mikill
kostur að hafa allt þetta magn í ein-
um stað, og mun íslenzkukennurum
í hinum engilsaxneska heimi verða
drjúgur stuðningur að safninu. Það
mun og gefa þeim, sem ekki eiga
annars kost en að kynnast íslenzk-
um bókmenntum í gegnum þýðing-
ar á ensku, allgóða yfirsýn um
nokkra þætti íslenzkra nútíðarbók-
mennta, en safnið er takmarkað við
tímabilið 1800-1950.
Mjög mun það vandasamt að þýða
bókmenntir af einu máli á annað,
og á þetta ekki hvað sízt um ljóða-
þýðingar. Ljóðin voru höfuðfarveg-
ur norrænnar o g síðar íslenzkrar
tungu. Þau eru ríki í ríkinu, og hafa
verið það í miklu meira en þúsund
ár. Þetta ríki stendur einhvern veg-
inn svo föstum fótum, að mjög er
erfitt að hrófla við því, hvað þá að
gefa því yfirbragð erlendrar tungu.
Sumar ljóðaþýðingarnar hafa þó
tekizt undarlega vel, en aðrar mið-
ur, eins og búast má við. Viðhorf
þýðenda eru æði misjöfn. Sumir
vilja halda hinu íslenzka formi í
þýðingunni, aðrir telja slíkt óæski-
legt.
Vissulega eru þýðingar góðra bók-
mennta gagnlegar, en mér býður
samt í grun, að enn muni langt í
land með að Engilsaxar geti kynnt
sér íslenzka ljóðagerð að nokkru
ráði nema með því að leggja á sig
það erfiði að nema íslenzku, en við
slíkt nám geta þýðingar komið að
miklu gagni.
Það er alkunna, að góðir þýðendur
þurfa að hafa gott vald á báðum mál-
um, því máli sem þýtt er á og eins
hinu, sem þýtt er úr. Vestur-íslend-