Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 51
JÓLAGULL
33
Goðv.: Já, já . . . Hún lifir . . .
(Músík. — Rís., forstjóri og tveir
alkemistar inn frá vinstri).
Ali (raknar við): Skýri oss skatn-
ar, hví skömm leynist, hætta og hel,
í helgikertum.
Rís.: Válegur voði. Hugskömm.
Handvömm.
Ali: Þegi fífl, en þundar gulls
mæli.
Forsij. og alkem. (einum rómi):
Við skiljum ekki tungutak hirð-
manna.
Forsij.: En skildist á fíflinu, að
spekingurinn vildi læra alkemíu.
Ali: Á dulrænan hátt er oss kunn-
ugt, að kerti þessi (bendir), er þið
steyptuð og stilltuð hér út, eru hlað-
m óþekktu djöflamagni og spú eldi
og brennisteini, sé á þeim kveikt.
L alk.: Hvernig veit hann þetta?
Annað er alkemía og dulspeki.
2. alk.: Enginn kann hvort tveggja.
Rís.: öðrum er fífl fróðari og veit
vísindi öll.
Ali: Þá hefur þú ekkert hér að
gera. Út með þig, fífl.
Rís.: Ei fræða fífl fróðir, heldur
vísiversa. (Út til hægri).
Ali: Þekking vor verður ekki
skýrð í orðum, eins og alkemía. Þv*í
kölluðum vér ykkur hingað. Vegna
úkisins er það lífsspursmál, að
kóngs son og karls dóttir farist ekki
í fyrirséðum eldi. En kóngs sonur
trúir engu, nema það sé skýrt fyrir
honum á rökvísinnar hátt. Höfum
vér því hagað svo til, að hann hlýðir
nu á samræður vorar. Takið því til
máls og verið stuttorðir. Konungur
er aðeins ókominn af veiðum; og
leikur þessi, ef til vill, að verða of
langur.
Forstj.: En hvernig fer með Gull-
vald? Verður honum bjargað?
Ali: Reynt verður það. En enginn
mannlegur né guðdómlegur kraftur
breytir áætlunum hans.
Forstj.: Ágætt. Þá lifir hann ekki
til að afhöfða okkur, gullsuðumenn.
— Við fundum sprengináttúru gull-
kertanna, eftir að hafa komið þeim
hér fyrir.
1. alk.: Og bara af tilviljun.
2. alk.: Ekki sögðu formúlurnar
til þess.
Forstj.: Við gerðum prófkertið,
id est, módelið eða prufuna, úr gam-
algulli.
2. alk.: Og formúlan var alfa —
beta — seta.
Forstj.: En kóngurinn skipaði, að
kertin væru gerð úr nýgulli.
2. alk.: Og þá varð formúlan seta
— alfa — beta.
1. alk.: Og enginn tími til að prófa
þá formúlu. Og okkur grunaði ekk-
ert því.
Forstj.: Allt varð að gerast í hvell-
inum. Kertin eru öll úr nýgulli og
nú orðið um seinan að breyta til.
2. alk.: Og nýgullkertunum, id
est, seta — alfa — beta formúlunni
fylgir argasta sprengináttúra.
1. alk.: Sem er hættuleg og dráp-
samleg, og forstjórinn okkar fann
fyrir blábera tilviljun.
Forstj.: Sópari í gullsuðunni, þar
sem nýgullkertin voru steypt, tók
eftir svo lítilli agnar-körtu af efn-
inu falla með öðru rusli í sorp-
brennsluna. Þegar svo í þessu var
kveikt, var andskotinn laus.
1. alk.: Eins og þrumur og jarð-
skjálfti í senn.
2. alk.: Og drap og limlesti undir
tuttugu manns.