Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 53
JÓLAGULL
35
slíkri. Bófi sá játi brot sín öll, að
höggvast megi að helgum morgni.
Rís.: Fífli ber sína flónsku játa.
Hvatti hann kóngs son og kothyski
hverfa héðan í kotsælu, burt frá ógn-
um örlaganorna.
Gullv.: Ein eru örlög, ætlanir vor-
ar. Sundrum vér sögu eða saman
tengjum. Hefji nú hirð vor helgi-
drykkju, jólasumbl mest á jörðu
hér. (Drykkjan hefst fyrir alvöru.)
Rís.: Hvort förlast fráneygum
fylki sýn? Gerist alvizka öðlings
algleymi? Eygir hann ei hér örlög
aldurtila?
Gullv.: örlög sköpum vér aldur-
tila. Sjáum vér fleira en sagan get-
ur, fortíð, framtíð að furðuströnd-
um. Hlægir oss ófeigan aldurtili.
Örvast gleðin við illspár, kætin við
kreddur fífls.
Rís.: Víst mælir gylfi á guða máli.
En svo hermir Ali og alkemistar:
aldurtili bíði vor hér, nóttin helga
helvæn sé, en utan hallar á ógnum
hlé; kerti gullsins kyngi hlaðin
gneistagaldurs grimmra fjenda, er
spúa og spýta sprengieldum, myrk-
urlogum svo máninn slokknar, og
rísi dagur dóms.
Gullv.: Fróður skal fár boða, en
íífl eigi, en mæt er oss þín mælska,
°g skalt þú því höfði halda.
Rís.: Hver kýs að lifa, ef kóngur
brennur?
Gullv.: Spök er spurn, en grátt
þitt gaman. Leiði lífverðir í lofð-
ungs sal kóngs son og karls dóttur,
karl og kerling. Skipum vér söguna
svo að rætast. (Nokkrir lífverðir út).
Nálgist Ali náð vora. Krjúpi sá
fróði að fótskör vorri og geti oss
gátu gullkertanna.
Ali (fer að boði kóngs): Ei er hér
gátu að geta. Flutt hefur fíflið fróm
sannindi alkemíu og æðstu speki.
Gullv.: Greini oss glöggur grunn-
fróður Ali.
Ali: Áttum vér tal við alkemista.
Leynast í ljósmat lýsigullkerta for-
múlufjendur fjörs og ljóma. Bála
þau bölvun en birtu eigi, springa
og sprengja spræka sem veika, búa
buðlungi bana. Svo inntum vér af
ailkemingum, andans kyngi, krist-
álshringa — stjörnu-þingum. Því
skal kertum í sjó sökkva.
Gullv. (æfur): Liggja svo lífverð-
ir á liði sínu? Færi þeir hingað fól
öll, er oss fjörtjóni spá, arga alkem-
inga og aðra þrjóta. Dragið þá dólga
að drottins fótskör, að hátignar hæll
megi á háls þeim stíga.
Rís.: Gerðist Gullvaldur guðum
máttugri, er gull skóp hann úr
grómi jarðar. Vísari vitringi hverj-
um, nema fífl sé; því máttugra er
flónið guðum og gylfa; horfir um
hönd sér og höggur fjötra boða sinna
er til bana leiða. Gerist nú Gull-
valdur guðum líkur, en mönnum
minni? Ófær til óvissu? Ragur til
rifta rangri skipan, þó dragi hún
dauða til?
Gullv.: Djarfari erum vér dauða.
Rís.: Fullhuginn fellur fyrstur
allra, en hugleysið blauðum bjarg-
ar. (Hlustar og þefar). Berst fúl ná-
lykt í nasir, náhljóð að eyrum.
Gullv. (ölvaður): Haldi fífl hljóð-
um kjafti, er raust reisir reginsjóli,
höfundur heims og undra allra, ör-
laga manns og hafs og fjalla. Skipar
vor hátign sköp: Gerist formúlur fá-
vit, dulspeki dauðasök. Hengist
hrakspár heilvitringa. Höggvist ótti
og aðrar skræfur. Tendrist ljós í
lýsigulli og ljómi skærra sólum