Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Iam moesta quiesce querela, á ís-
lenzku Syrgjum vér ei sáluga bræð-
ur, verður að skoplíksöngslagi í
kvæði Jónasar Friðar biðjum Þor-
keli þunna og á Tobbukvæði Hall-
gríms í Stóra-Sandfelli.
Hitt er engin furða, að brokkgeng-
ar ýkjur Hrakfallabálksins falli nú-
tímaskáldum vel í geð. Því notar
Laxness kvæðið í grein sinni ágætri
um Gunnar Gunnarsson.
En þess er enn að geta um Bjarna,
að til er þriðja syrpa af kvæðum
hans í eiginhandriti í Englandi; en
þá syrpu hef ég ekki séð. Loks er
fjöldi afrita af kvæðum hans í
Landsbókasafni — ekki sízt Hrak-
fallabálki.
Afhending heiðursskjals
Eins og kunnugt er, minnlisl Háskóli íslands 50 ára afmælis síns me3 virðulegum
hátíðahöldum hinn 6. og 7. okt. 1961. Bauð háskólinn dr. Richard Beck, forsela
Þjóðræknisfélagsins, og konu hans að sækja háskólahálíðina og flytja þar slult
ávarp af hálfu félagsins. Sóilu þau hjón háliðina, og fluili dr. Beck þar kveðju frá
félaginu, sem þegar hefir verið prentuð í Lögbergi-Heimskringlu. Einnig afhenti
hann við það lækifæri rekior háskólans, prófessor Ármanni Snævarr, skrautritað
ávarp frá félaginu. Var meðfylgjandi mynd lekin, er sú athöfn fór fram. Dr. Beck
sótti einnig háskólahálíðina sem fulltrúi háskóla síns, University of North Dakota,
og sæmdi Háskóli íslands hann heiðursdoktorsnafnbót í heimspeki. Er hann annar
forseti Þjóðræknisfélagsins, sem sá sómi hefir sýndur verið. Hinn var dr. Rögn-
valdur Pétursson, er hlaut sömu nafnbót Alþingishátíðarárið 1930.