Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Af öðrum sálmum skal aðeins vak-
in athygli á „Söngvísu á jólahátíð-
inni“ því úr henni er kaflinn „Rauð
jól“ í íslands þúsund ár, með réttu
metinn valskáldskapur. En upphaf-
ið er svo:
Jólin iþýð/lét sinn lýð/ljúfur guð fá,
öngum, stríð,/öllum blíð,/í ásjá.
Heilög mál/hvörra sál/hýran sinn
koss
gefur ennú/Guð þrennur/gott hnoss.
Skyld sálmunum eru eftirmælin,
enda stundum kölluð sálmar eftir
menn. Af þeim má nefna eitt eftir
dóttur séra Stefáns Ólafssonar, ann-
að eftir vinkonu sr. Bjarna og bréf-
félaga, Guðnýju Pálsdóttur í Suður-
sveit, þriðja eftir tengdason hans í
Hallormsstað.
Þótt sálmar, guðsorð og kenni-
kvæði sé umfangsmikil í kvæðasafni
Bjarna, iþá munu ljóðabréfin vera
umfangsmest. Alls munu vera ljóða-
bréf til 25 manna í safninu. Flest
bréfin skrifar hann til tveggja
kvenna, Arndísar dóttur sinnar á
Hallormsstað, með 27 flokka bréfa,
og Guðnýjar Pálsdóttur á Kálfafells-
stað, með 12 kvæði. Næst þeim geng-
ur Stefán Ólafsson, prestur í Valla-
nesi, með 8, og þá séra Eiríkur, son-
ur Bjarna á Hallormsstað, með 3.
Tvö bréf skrifar hann Elínu Þor-
láksdóttur (Skúlasonar biskups)
sýslumannsfrú á Víðivöllum (og
Skriðu); hún hafði tekið son af
honum. Þá skrifar hann samtíma-
prestum að Kálfafellsstað, Bjarna-
nesi, Stafafelli, Berufirði, Eydölum,
Desjarmýri, Valþjófsstað; sumir
þeirra voru frændur hans af Ey-
dalaættinni; Jakob í Bjarnanesi son-
ur hans.
Einna fróðlegast er að athuga
bréfin til Arndísar dóttur hans á
Hallormsstað, af því að þau ná yfir
svo langan tíma. Þriðja bréfið í röð-
inni er dagsett 1681, og hafi hann
skrifað eitt bréf á ári, gæti fyrsta
bréfið verið frá 1679. En síðasta bréf-
ið er dagsett 1701, ári áður en hún
missir manninn.
í bréfum þessum er oft allmikið
af fyrirbænum og heillaóskum, en
fréttir eru iþar líka alltíðar, bæði úr
sveitinni og af heimili prests, og
nefnir klerkur alloft heimilisfólkið
með nafni og getur þess hvað það
sé að starfa. Glefsur af utanhéraðs-
fréttum koma og fyrir, sérstaklega
viðvíkjandi siglingu á Reyðarfjörð
og það sem þar með fylgir, ekki sízt
tóbakið. Klerkur tekur sjálfur í nef
og er oft vanur að senda dóttur
sinni tóbakspís til páskanna. í sum-
um bréfunum segir klerkur frá
svaðilförum sínum á heimleið frá
dóttur sinni yfir hálsinn að Þing-
múla.
Árið 1686 er illt og hart; klerkur
býst við að 26 hross sín falli. Ofan
á jarðbönn bætast kvefsýki, sem
prestur lýsir sem verstu innflúensu,
og tóbaksleysi. Haustið 1686 lýsir
prestur svo heimilisfólki sínu og
störfum þeirra:
10. Fagur á fótum stendur
flokkur bæjarins enn,
breiða út báðar hendur
brúðir í tónaðinn.
Vakandi leggja lið,
þá líður á svefnrofið:
Gerða, Tóta, Gunna og þær
sem gráta sjóinn við;
hvör til hollra þarfa
hér hafa nóg að starfa.