Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 70
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
20. Hvað sem kemur í huga manns
og hendur vill á rétta,
eignast máttu af aurum lands
ei mun bregðast þetta.
Síðan er hinum skriftlærða lofuð
sigling til Danmerkur, góð klæði,
skólaganga, virðingar:
32. Sýslukjör og klaustrin há
kóngs fóvetar bjóða
hafir þú fasta hugsun á
heim til landsins þjóða.
34. Þá má biðja um fljóðið frítt
og fara so bú að stofna,
vanda um hjú og verklag nýtt
og vært hjá frúnni sofna.
Ekki er að furða þótt Íslendingar
hafi orðið lærðir menn, er þeir fengu
slíkar forskriftir 1 æsku að heiman-
fylgju. Þess má geta, að tveir synir
Bjama urðu prestar og einn lög-
réttumaður.
Næsta kvæði er um „Fyrrverandi
blóm og nú áfallna öfgun Aust-
fjarða“, ádeilukvæði eins og titill-
inn sýnir. Virðist það ort undir run-
hendum hætti, en þegar að er gáð-
eru vísuorð sjö og kemur þá í ljós,
að iþetta er ort undir laginu Integer
vitae og er svipað dæmi hjá Stefáni
Ólafssyni, Kvaeði II, 82 (Meinleysis-
maður):
hélt þá mannsmala
fýsti í framdala
feiti hjörðu þvala.
Höpp gáfust hvala.
3. Sungu seglfestir
sjóar fákar beztir,
bám háhlestir
hingað vörulestir.
Sáust kvamkestir
kaupmenn í búð setztir;
þá fundu flestir.
4. Var þá ról rakið
reynt so tóbakið.
Beysu bjórskvakið
til búða aftur hrakið.
Vínkúta kvakið
kveikti handa snakið
högg og hálstakið.
5. Keyptist lín lögur
lásar, tvinna drögur,
klæði flúr fögur
föt og silkikögur;
bláborða þvögur
buðu fótaskjögur
staup fimm og fjögur.
6. Að Dönum drjúgur
dundi Héraðs súgur
Fjarða mann-múgur
og margar fiskahrúgur:
Stóð búrinn bjúgur
þá borgast átti rúgur
við kaupmanna kúgur.
1. Áður gekk grúa
gnótt fjár til búa.
Á kiða kúa
og kostir ofurhjúa
mátti dorg dúa
dyngjum fiska snúa
tún töðu núa.
2. Um vetur vindsvala
var þá ei að tala.
Hvör einn heimsala
7. Margir skrautskrjóðir
skatnar líka fróðir
keyrðu kaupslóðir
komu uxar góðir
smjör sekkja sjóðir
sauðaflokkar móðir
tjöld og tussbróðir.
8. Hófst þá sporsprettur
spitsið og bakslettur
enginn liðléttur