Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 83
UM MANNANÖFN — Á VÍÐ OG DREIF
65
in þekktum, sagði að fyrsta hús-
freyjan, er hún réðist hjá, hefði
strax kallað sig Mary, og kvað enga
nauðsyn á að breyta til, því allar
sínar vinnukonur hefðu heitið Mary.
Auðvitað gat hún ekki sagt Guðrún,
svo í gáleysi leyfði stúlkan henni
að kalla sig Gunnu, því foreldrar
sínir nefndu sig svo. Upp frá því
hét hún Gúna í þeirri vist.
Margir íslendingar tóku upp þá
skynsamlegu aðferð að kenna sig við
heimili og byggðarlög, svo sem Hof-
teig, Snædal, Vopni, Austmann o. s.
frv., sem flest létu að almennum
framburði. Aftur voru sumar breyt-
ingar eins þarflausar og þær voru
oviðfelldnar, svo sem Henderson
fyrir Helgason, Anderson fyrir Arn-
grímsson, Árnason og Erlendsson,
sem allir geta borið fram nógu nærri
lagi. Meiri vorkunn var með Sveins-
son, sem almennt varð að Swanson.
Ég prentaði hér fyrr á tíð reiknings-
eyðublöð fyrir kjötsala, sem hét
Sveinn Sveinsson. Hann lét mig
Prenta Swain Swainson og gaf þá
gildu ástæðu, að hann væri orðinn
dauðleiður á að vera nefndur Swine
(svín) af fullum helmingi viðskipta-
vina sinna. Um Jóns nafnið fór svip-
að. Enginn gat sagt Jón nema það
vseri stafað Yoan, og var það ein
villan annarri verri, svo umsvifa-
niinnst var því að fylgja þar lands-
siðnum, sem flestir gjörðu.
Enn aðrir döguðu uppi með alensk
nöfn, svo sem Mathews fyrir Metú-
salemson, Williams fyrir Vilhjálms-
s°n, Oliver f. Ólafsson, Gillies fyrir
Gíslason og Byron fyrir Björnsson,
°g rétt nýskeð sá ég hér í blaði ís-
lenzkra hjóna getið, sem nefndu sig
Brown. Minnti það mig á góðvin
frá æskuárunum, sem Jón Brown
hét. Hann hafði verið snemmendis
hér vestra um nokkur ár, en hrökkl-
aðist svo heim aftur. Hann vann um
tíma hér við skógarhögg, og voru
þar þrír Jónar Jónssynir. Þeir opn-
uðu hver annars bréf á víxl, og
komu sér saman um að taka sér
kenninöfn. Þessi Jón bjó seinast á
Brunahvammi í Heiðinni og nefndi
sig því Jón Bruna, sem strax varð
að John Brown. Hann var vel hag-
orður, og skiptumst við á ljóðabréf-
um. Haust eitt sendi hann mér tvö
haustlömb, sem hann vildi að ég
keypti af sér, því að hann vantaði
á kútinn, og með þeim langt ljóða-
bréf, er endaði á þessari vísu:
Skal ei meira skrifa um sinn, —
eg skríð í rúmið bráðum.
Guð sé með þér Gísli minn
og geldingunum báðum.
í þessu landi, þar sem fólk frá
öllum löndum heims hefir tekið sér
bólfestu, eru mér vitanlega engin lög
eða fyrirskipanir, er banni eða
ákveði nöfn manna. Þegar útlend-
ingur hefir fullnægt þeim skyldum,
er lög ákveða um borgararétt, er
nafn það, sem hann gefur, skráð á
borgarabréf hans, og verður því eigi
breytt. Umsókn um nýtt nafn eða
breyting á eldra nafni verður hlut-
aðeigandi að undirrita fyrir sig, og
ættfólk hans með honum, í viður-
vist dómara, ráðherra, lögreglustjóra
eða annarra embættismanna, sem
leyfi hafa til slíkra starfa, og er það
síðan birt í opinberu blaði ásamt lög-
birtingarskrá stjórnarinnar. Veltur
á ýmsu um þessar breytingar, en
oftast eru þó eldri nöfnin færð til
einfaldara máls eða stafsetningar.