Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 60
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
6. Mjög eru ætin fiska fá; fæði er
mjólk í hvörjum stað/
fela skal drottni forsjón þá/að
fóðra oss þegar vetrar að.
8. Eg vil syngja so sem bauð/sjálf-
ur Kristur yður og mér:
gef oss í dag vort daglegt brauð/
drottinn veit hvað komandi
er.
í bréfi til námfúss unglings í Beru-
firði bregður klerkur upp mynd af
matarsælu þar, en sulti hjá sér:
19. Missælt l'ít ég mannfólk á/mun-
ur er þessi yðar og vor:
hvörn dag megið þér hrognin
fá/og hafa á borði, mikil og
stór.
20. Á hvörju máli heilan fisk/höf-
uðkinnar og beinin feit,
en kútmaga á öðrum disk/—
ekki er þetta í minni sveit.
21. Vor framreiðir konukind/— og
kallar það sé nægtaborð —
fjallagrös með flauta vind/og
fínlega þéttan bruðnings
sporð.
Það er alkunna, að vikivakakvæð-
in, sem til dans voru ætluð, einkenn-
ast af viðlögum. Ólafur Davíðsson
hefir birt sex þeirra í Vikivökum
sínum (bls. 215-23): „Svo kveður
ungur maður í gleðivöku," „Svo
kveður stúlkan," „Annar kveður
svo,“ „Enn kveður hann,“ „Hér uppá
svarar ein.“ Verður víst að vísa til
útgáfu hans um þessi dansljóð, sem
í er allmikið kvennalof og nokkur
vamaðarorð til kvenna um ótryggð
eða laussinni karla.
En fjarri fer því, að kvæði með
viðlögum sé öll danskvæði, því með-
al þeirra (en þau eru um 25 í kvæða-
safni Bjarna) hittast líka sálmar,
erfiljóð, kennikvæði, ádeilur, lands-
lof, og jafnvel ljóðabréf. Merkilegt
er nú, að af þessu sauðahúsi em
beztu kvæði Bjarna, þau sem tekin
hafa verið í íslands þúsund ár, svo
sem kvæðið „Um góða landsins
kosti,“ sem er eitt þjóðræknasta
ljóð Bjarna, „Til fornrar vinkonu
góð kveðja í ljóðmálum,“ sem er
merkilega heitt ástarkvæði af svo
gömlum manni. Loks eru í þessum
flokki líka tvö sólarkvæði Bjarna,
annað „Um gagn og nytsemi sólar-
innar,“ hitt „Um samlíking sólar-
innar (við góða konu).“ Fyrra kvæð-
ið hefst:
Sæl vermir sólin oss alla.
I hæðum byggir herrann sá,
sem henni skipaði loftið á
hans vil eg að fótum falla.
1. Oss er ljóst að Herrann hár
heiminn skapaði forðum
lét hann fram dragast aldur og
ár
en efnin standa í skorðum:
gengur um loftið geislinn klár,
sem gleður jarðarbólin
— og sæl nefnist sólin —
eykur gleði en eyðir fár
upplýsandi þar eð hinn stár
í mætum mjalla
— hans vil ég að fótum falla.
Þetta kvæði er um sólina sem
sköpunarverk, verkfæri og tákn
Guðs — ekki reglulegt náttúru-
kvæði. Sama er að segja um seinna
kvæðið, þar er sólin tákn — ekki
Guðs — heldur góðrar konu. Það
hefst svo: