Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 60
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 6. Mjög eru ætin fiska fá; fæði er mjólk í hvörjum stað/ fela skal drottni forsjón þá/að fóðra oss þegar vetrar að. 8. Eg vil syngja so sem bauð/sjálf- ur Kristur yður og mér: gef oss í dag vort daglegt brauð/ drottinn veit hvað komandi er. í bréfi til námfúss unglings í Beru- firði bregður klerkur upp mynd af matarsælu þar, en sulti hjá sér: 19. Missælt l'ít ég mannfólk á/mun- ur er þessi yðar og vor: hvörn dag megið þér hrognin fá/og hafa á borði, mikil og stór. 20. Á hvörju máli heilan fisk/höf- uðkinnar og beinin feit, en kútmaga á öðrum disk/— ekki er þetta í minni sveit. 21. Vor framreiðir konukind/— og kallar það sé nægtaborð — fjallagrös með flauta vind/og fínlega þéttan bruðnings sporð. Það er alkunna, að vikivakakvæð- in, sem til dans voru ætluð, einkenn- ast af viðlögum. Ólafur Davíðsson hefir birt sex þeirra í Vikivökum sínum (bls. 215-23): „Svo kveður ungur maður í gleðivöku," „Svo kveður stúlkan," „Annar kveður svo,“ „Enn kveður hann,“ „Hér uppá svarar ein.“ Verður víst að vísa til útgáfu hans um þessi dansljóð, sem í er allmikið kvennalof og nokkur vamaðarorð til kvenna um ótryggð eða laussinni karla. En fjarri fer því, að kvæði með viðlögum sé öll danskvæði, því með- al þeirra (en þau eru um 25 í kvæða- safni Bjarna) hittast líka sálmar, erfiljóð, kennikvæði, ádeilur, lands- lof, og jafnvel ljóðabréf. Merkilegt er nú, að af þessu sauðahúsi em beztu kvæði Bjarna, þau sem tekin hafa verið í íslands þúsund ár, svo sem kvæðið „Um góða landsins kosti,“ sem er eitt þjóðræknasta ljóð Bjarna, „Til fornrar vinkonu góð kveðja í ljóðmálum,“ sem er merkilega heitt ástarkvæði af svo gömlum manni. Loks eru í þessum flokki líka tvö sólarkvæði Bjarna, annað „Um gagn og nytsemi sólar- innar,“ hitt „Um samlíking sólar- innar (við góða konu).“ Fyrra kvæð- ið hefst: Sæl vermir sólin oss alla. I hæðum byggir herrann sá, sem henni skipaði loftið á hans vil eg að fótum falla. 1. Oss er ljóst að Herrann hár heiminn skapaði forðum lét hann fram dragast aldur og ár en efnin standa í skorðum: gengur um loftið geislinn klár, sem gleður jarðarbólin — og sæl nefnist sólin — eykur gleði en eyðir fár upplýsandi þar eð hinn stár í mætum mjalla — hans vil ég að fótum falla. Þetta kvæði er um sólina sem sköpunarverk, verkfæri og tákn Guðs — ekki reglulegt náttúru- kvæði. Sama er að segja um seinna kvæðið, þar er sólin tákn — ekki Guðs — heldur góðrar konu. Það hefst svo:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.