Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hins ísl. Þjóðvinafélags (Reykjavík,
1940):
„Alda nútímaframfara var nú að
brjótast inn yfir þjóðina ó öllum
sviðum. Síðustu ár landshöfðingja-
tímabilsins höfðu verið góður und-
irbúningstími. Nú kom innlend
stjórn, undir forustu stórhuga at-
hafnamanns. Hann valdi til starfs-
manna í hinar nýju skrifstofur fær-
ustu menn, sem völ var á, og bjó
stjórnarráðið að þeirri gerð um langa
stund. Hannes Hafstein beitti sér
fyrir að koma skipulagi á fræðslu
barna, stofnsetti Kennaraskólann
undir vel hæfri stjórn, byrjaði að
hlynna að skógrækt og skóggræðslu,
lét reisa safnhúsið yfir Landsbóka-
safnið, Nátúrugripasafnið, Þjóð-
skjalasafnið og Forngripasafnið. Og
að lokum tókst honum að fá sæsíma
lagðan frá Englandi til Austfjarða
og þaðan yfir landið til Reykjavík-
ur. Þegar landið var komið í síma-
samband við umheiminn, fluttist
yfirstjórn íslenzkrar verzlunar til
Reykjavíkur. Sjávarútvegur blómg-
aðist. Landsmenn eignuðust all-
marga togara og mikið af vélbátum.
Það fór nýr andi gegnum þjóðlífið.
Mörgum þótti sem skáldadraumar
Hannesar Hafsteins úr aldamóta-
ljóðum hans ætluðu brátt að rætast."
Um hitt verður ekki fjölyrt hér,
þar sem þessari grein er sérstaklega
ætlað að fjalla um skáldskap Hann-
esar Hafsteins, að hörð átök urðu
oft um málin á þessum árum, svo
sem um símamálið og sjálfstæðis-
málin, er urðu Hannesi Hafstein og
flokksmönnum hans að falli í kosn-
ingunum sögulegu árið 1908. Fékk
hann þá einnig, eins og raunar oft-
ar í ráðherratíð sinni, að kenna á
sannleik orða skáldsins: „Stendur
um stóra menn stormur úr hverri
átti.“ Speglast reynsla hans frá
þeim árum einnig á merkilegan hátt
í ýmsum ágætustu kvæðum hans, er
hann orti á seinni árum sínum, og
þá ekki sízt í hinu stórbrotna kvæði
hans „í hafísnum".
Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir
sögu um stjórnmálaferil og ráðherra-
tíð Hannesar Hafsteins, ætla ég, að
nóg hafi verið þeirri fullyrðingu til
staðfestingar, að með innlendri
stjóm undir forustu hans hófst
blómlegt tímabil margþættra og
mikilvægra framfara í lífi þjóðar-
innar. Skylt er þá einnig að geta
þess, að hann stóð ekki einn í starfi
og stríði, en átti sér við hlið afburða
eiginkonu, Ragnheiði Stefánsdóttur
Thordersen, fósturdóttur Sigurðar
Melsted, er var manni sínum ómet-
anlegur lífsförunautur, meðan henn-
ar naut við. Þeim orðum til árétt-
ingar leyfi ég mér að vitna til eftir-
farandi ummæla Péturs Zóphónías-
sonar, er talar þar út frá nánum
kunnugleika („Foringinn Hannes
Hafstein“, Lesbók Morgunblaðsins,
30. nóvember 1941, sem helguð var
sérstaklega 80 ára afmæli H. Haf-
steins):
„En Hannes Hafstein hefði ekki
orðið sá ótrauði merkisberi þjóðar
sinnar, sem hann var, hefði hann
ekki notið hinnar ágætu konu sinn-
ar, sem ekki aðeins var fríð með af-
brigðum og glæsileg, heldur fyrst
og fremst góð kona og göfug, er
fylgdi manni sínum að málum, enda
kveður hann meðal annars til
hennar: